Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1976, Síða 78

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1976, Síða 78
Tímarit Máls og menningar í Makbeð rýnir Shakespeare ef til vill dýpra í kviku skapgerðarinnar en í nokkrum öðrum harmleik. En Makbeð sjálfur er ekki skapgerðarpersóna, að minnsta kosti ekki í þeim skilningi sem í það orð var lagður á nítjándu öld. Lafði Makbeð er slík skapgerðarpersóna. I henni er allt, nema valda- fíkn, út brunnið. Hún er tæmd, en heldur áfram að brenna. Hún leitar hefnda fyrir hrakfarir sínar sem ástkona og móðir. Lafði Makbeð skortir ímyndunarafl; og fyrir bragðið viðurkennir hún sjálfa sig frá upphafi, og getur ekki síðar umflúið sig. Makbeð skortir ekki ímyndunarafl, og frá stundu hins fyrsta morðs spyr hann sjálfan sig sams konar spurninga og Ríkarður þriðji spurði sig: Þetta er einskis vert að vera, án þess að tryggt sé. (III, 1) Allt frá fyrstu atriðum leiksins skilgreinir Makbeð sjálfan sig með neitun. Hann er í eigin augum ekki sá sem er, heldur sá sem er ekki. Hann sekkur í veröldina svo sem í ekki neitt; hann er einungis til sem möguleiki. Mak- beð velur sjálfan sig, og eftir sérhvert val verður hann í eigin augum skelfilegri og meira framandi. „... allt sem býr hið innra, vítir sig fyrir að búa þar“. Þeir formálar, sem Makbeð reynir að skilgreina sjálfan sig eftir, eru furðulega svipaðir tungutaki tilvistarsinna. „Að vera“ hefur í vitund Makbeðs tvíræða, eða að minnsta kosti tvöfalda merkingu; það er síeggjandi mótsögn milli tilvistar og verundar, milli þess að „vera sjálfum sér“ og að „vera sjálfur“. Hann segir: ... og það eitt er, sem ekki er. (I, 3) í vondum draumi erum við, og erum ekki, við sjálf, samtímis. Við get- um ekki viðurkennt sjálf okkur, því að viðurkenna sjálf okkur væri að viðurkenna martröð sem veruleika, játa að ekkert sé til nema martröð, að enginn dagur fylgi nóttu. Svo segir Makbeð eftir morðið á Dúnkan: „Gæti mín vissa um verk mitt gleymt mér sjálfum! “ (11,2) Makbeð viðurkennir, að tilvist hans er sýndar-tilvist fremur en veruleiki, af því hann vill ekki á það fallast, að veröldin, sem hann lifir í, verði ekki aftur tekin. Þessi veröld er honum martröð. I vitund Ríkarðs merkir „að vera“ að hrifsa kórónuna og myrða 380
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.