Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1976, Side 79

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1976, Side 79
Makbeð eða Hinn morðsýkti alla sem hennar krefjast. í huga Makbeðs merkir „að vera“ að komast undan, lifa í annarri veröld og auðsveipari, þar sem Makbeð eflir ... sitt ofurvald, og gerir lögmæt skil síns lífs við tímann. í söguleikjum Shakespeares og í Makbeð er gangur leiks og skipan sög- unnar ekki sitt hvað. Ríkarður viðurkennir skipan sögunnar og sitt hlut- verk í henni. En Makbeð dreymir um veröld þar sem engin morð eiga sér framar stað, og öll morð eru gleymd; þar sem hinir dauðu hafa verið grafnir í jörð í eitt skipti fyrir öll, og allt mun eiga sér nýtt upphaf. Makbeð dreymir um endalok martraðar, meðan hann sekkur í hana dýpra og dýpra. Hann dreymir um veröld án glæpa, meðan hann ánetjast glæpum meir og meir. Hinzta von Makbeðs er sú, að dauðir rísi ekki upp: Lafði Makbeð: Hvorugur fékk þó eilífð innsiglaða. Makbeð: Víst er það huggun, vel má granda þeim; vertu glöð. (III, 2) En hinir dauðu rísa upp. Það er eitt markverðasta atriðið í Makbeð, þegar vofa hins myrta Bankós birtist í veizlunni. Vofa Bankós er sýnileg Mak- beð einum. Ritskýrendur sjá ótta og hrylling Makbeðs ganga ljósum logum í þessu atriði. Það er engin vofa; þetta er ofskynjun. En Makbeð eftir Shakespeare er ekki sálfræði-leikrit frá síðari hluta nítjándu aldar. Makbeð hefur dreymt um loka-morð, sem bindur enda á öll morð. Nú veit hann betur: slíkt morð verður ekki framið. Þetta er uppgötvun Makbeðs hin þriðja og síðasta. Hinir dauðu snúa aftur. „Rás tímans er blekking.... Vér óttumst mest hið liðna sem kemur aftur.“ Þetta spakmæli eftir S. J. Lec býr yfir nokkru af hugblæ Makbeðs: Ef beinabúr og grafir selja’ upp þeim sem við huslum, skal gin hrafnsins vera vort kuml. (III, 4) Fjöldamorðinginn Makbeð, öslandi í blóði, gat ekki viðurkennt þá veröld, þar sem morð áttu sér stað. Þetta er ef til vill hið skuggalega veldi þeirrar persónu, og hinn sanni harmleikur í sögu Makbeðs. Löngum vildi Makbeð ekki viðurkenna martröð þess raunveruleika, sem ekki varð aftur tekinn, 381
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.