Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1976, Qupperneq 82

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1976, Qupperneq 82
Halldór Gubjónsson F r amhaldsskólar Árið 1901 veitti Alþingi Guðmundi Finnbogasyni tveggja ára styrk til að ferðast um nágrannalöndin til að kynna sér skipan fræðslumála. Að kynnis- ferðinni lokinni skrifaði Guðmundur bókina Lýðmenntun, þar sem hann dregur saman hugmyndir sínar um menntun og gerir ítarlega grein fyrir þeim svo að allir megi skilja. Bókin kom út 1903, en 1905 var lagt fram á Alþingi frumvarp til fræðslulaga, sem Guðmundur hafði samið. Frum- varpið var samþykkt nær óbreytt árið 1907. Bókin er eins konar almenn greinargerð með frumvarpinu, í henni eru rakin öll helztu rök sem að efni frumvarpsins lúta. Bókin barst víða og hélt fullu gildi löngu eftir að fræðslulögin voru samþykkt. Raunar er bókin að verulegu leyti enn í fullu gildi. Að sjálfsögðu eiga einstök rök sem Guðmundur færir fyrir einstökum atriðum tillagna sinna ekki við íslenzkar aðstæður nú, en hugmyndaramm- inn sem hann smíðaði á við enn. I þennan hugmyndaramma má ráða af 1. málsgrein 1. kafla bókarinnar, sem er svohljóðandi: „Þegar postulinn Páll spurði menn nokkra í Efesus hvort þeir hefðu meðtekið heilagan anda, settu þeir upp stór augu og svöruðu: „Vér höfum ekki svo mikið sem heyrt heilagan anda nefndan á nafn.“ Væru Islendingar spurðir að því, hvort þjóðin þeirra væri mentuð þá gæti svarið naumast orðið, að þeir hefðu ekki einu sinni heyrt mentun nefnda á nafn, því tals- vert hefur það orð verið haft um hönd á seinni árum í bókum, blöðum og á mannamótum. Engu að síður má efast um hvort öllum sé það nægilega Ijóst hvað mentun í raun og veru er. En það er auðsætt, að ljós skilningur á þessu atriði er fyrsta skilyrðið fyrir því að hægt sé að meta rétt gildi mentunarinnar og ákveða hvað þjóðin sé skyld að leggja í sölurnar fyrir hana, og hins vegar getur enginn með vissu vitað hvort dómar þeir sem feldir eru um mentunarástand þjóðarinnar eru á rétmm rökum bygðir, nema hann þekki mælikvarðann sem miða ber við. — Sá sem heldur því fram að mentun sé hið fyrsta og helzta lífsskilyrði hverrar þjóðar, og öflun hennar því helgasta skylda hvers þjóðfélags, er vill lifa og dafna, hann 384
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.