Tímarit Máls og menningar - 01.12.1976, Qupperneq 84
Tímarit Máls og menningar
ar voru kynntar ýmsum skólamönnum. Allt það sem hér verður rakið úr
tillögunum er tekið úr gögnum, sem ráðuneytið lagði fram á fundinum,
eða haft eftir fundarmönnum. Meginefni tillagnanna, nokkuð saman-
dregið, er sem hér segir:
1. Ollum sem lokið hafa grunnskólanámi skal standa til boða eins til
fjögurra ára nám, hvort sem stefnt er að sérhæfingu til starfs, almennu
námi eða undirbúningi til náms á háskólastigi. Leitast skal við að hafa góða
menntunaraðstöðu fyrir alla, hvar sem þeir eru búsettir á landinu.
2. Framhaldsskólinn skal skipulagður sem samræmd heild, en greinast
í 8 megin-námssvið, sem hvert um sig greinist í námsbrautir. Nám á
hverri námsbraut miðar að almennri menntun og/eða sérhæfingu til starfs
eftir því hvernig námseiningum er raðað saman. Námslok geta orðið í
námi eftir eitt, tvö og þrjú eða fjögur ár eftir því að hvaða marki er stefnt.
Námið skal skipulagt þannig að unnt sé að bæta við námseiningum ef
einstaklingur kýs síðar að auka við menntun sína.
3. Nám í framhaldsskóla skal skipulagt í námseiningum þar sem ein
kennslustund á viku í eitt skólaár, eða tvær á einni önn, er lögð til grund-
vallar.
4. Gefnar skulu út námsskrár og skulu þær marka meginstefnu í námi
og þjálfun nemenda hvort heldur námið fer allt fram innan skólastofunn-
ar eða að hluta til úti á vinnustöðum.
4. Námsskrár skulu kveða á um samræmingu náms í sömu námsgrein
á mismunandi námsbrautum, en tryggja auk þess nauðsynlega aðgreiningu
í námi miðað við sérhæfingu til starfa úti í atvinnulífinu.
5. Skipan námsbrauta á skólastofnanir skal haga með tilliti til aðstæðna
og koma eftirtaldir kostir til greina: Mismunandi brautir innan sömu stofn-
unar, stjórnunarlega tengdar brautir í aðskildum stofnunum eða stakar
brautir í sérgreindum stofnunum. Þar sem nemendafjöldi og önnur skilyrði
leyfa skal leitast við að sameina mismunandi námssvið eða brautir í einni
skólastofnun. Stefnt skal að því að í hverjum landshluta verði eins fjöl-
breytilegt val námsbrauta og við verður komið.
Auk skóla geta fyrirtæki og skólaverkstæði verið námsstaðir.
6. Miða skal við að sama meginregla gildi um stofn- og rekstrarkostnað
alls náms á framhaldsskólastigi sem kostað er af almannafé.
7. Sett verði heildarlöggjöf um samræmdan framhaldsskóla og reglu-
gerðir um einstaka námsbrautir og stofnanir eftir því sem nauðsynlegt
kann að reynast.
386