Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1976, Síða 104

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1976, Síða 104
Tímarit Máls og menningar ingar og „Aköllun" í Úr latidsuðri eða t. d. Villon-þýðingarnar og þjóðkvæðin í Tuttugu erlendum kvceðum, þá finnst manni það ofrausn að slíkri gáfu sé beitt við „Grafletur Alkvins", sem er varla stórmerkilegur skáldskapur, eða „Hymn- us circa Exsequias defuncti" eftir Pru- dentius, þennan skrítilega sálm sem Magnús Stephensen þýddi víst líka, eða eitthvað af honum, því sálmurinn virð- ist vera með þeim ósköpum gerður að hann er stundum stuttur og stundum langur í útgáfum, og stundum helming- urinn hér og helmingurinn þar, og hef ég ekki haft eirð í mér til að komast til botns í þeim útgáfufræðum. Dýrmætasta kvæðið í Kveri er óefað „Ellikvæði" sænskt, og tekur það sæti við hlið þjóðkvæðanna í Tuttugu er- lendum kvceðum. Virðist Jón Helgason kunna að þýða þvílík kvæði svo vel að lesanda finnst þau hafi alla tíð verið ís- lenzk. Þar næst vil ég telja sálm Kingos, harla ramman á bragðið. En á brotinu úr Rigveda hef ég ekki ennþá áttað mig. Ollum er kunnugt að fyrstu kvæðin sem Jón Helgason lét prenta undir sínu nafni, kringum 1935, voru söngkvæði, ort eða þýdd handa íslenzkum stúdent- um í Kaupmanr.ahöfn. Þessa grein skáld- skapar hefur Jón aldrei vanrækt með öllu síðan, og bætir hann nú við tveim- ur eða þremur kvæðum af þessu tagi, eftir Bellmann, Wennerberg, Goethe. Ber að fagna þessu, því þörfin virðist vera brýn, og væri vel ef slík kvæði gætu hverft hug ungra manna frá þeim illa leirburði sem nú er helzt sunginn á Islandi. Oft hef ég undrazt, þegar ég hef bor- ið kvæðaþýðingar Jóns Helgasonar sam- an við frumtexta, hversu miklu hann kemur áleiðis af frumtextanum, og hve sjaldgæft er að hann þurfi að bæta nokkru við til uppfyllingar. Þetta er þó auðvitað misjafnt; það er alkunna að örðugt reynist að þýða lýrisk kvæði með nákvæmni. I Tuttugu erlendum kvceð- um þótti mér að þessu leyti lakast gegna með tvö kvæði sem Goethe eignaði sér en reyndust síðan vera eftir vinkonu hans; og í Kveri með útlendum kvceðum er ekki hirt mjög um nákvæmni í „Rós- arkvæði" Goethes, enda má spyrja hvort til nokkurs sé að reyna að þýða slík kvæði, hvort ekki verði öllu heldur að yrkja þau á ný. En að vísu verður fögn- uður lesandans mestur þegar hvort- tveggja tekst: að yrkja vei og þýða ná- kvæmlega. Einmitt þetta hefur Jóni Helgasyni margoft tekizt með óiíkindum, og er þar fremri flestum ljóðaþýðendum sem ég þekki til. Mér þótti á sínum tíma unun að sjá viðureign hans við Villon í Tuttugu erlendum kvceðum; gegnir furðu hve vel honum tekst að koma anda frumkvæðanna til skila og hversu ör- mjótt biiið er milli crða Villons og Jóns. (Auðvitað að undantekinni stælingunni á „Kvæði um konur liðinna alda“; en það kvæði er ekki hægt að þýða.) Eg gat ekki fundið að því þó að Jón breytti staccato Villons í maestoso; en raunar má geta þess að hrynjandi og bragfræði fransks skáidskapar á fimmtándu öld er ekki nærri eins f jarlæg íslenzkri skáld- skaparhefð eða bragfræði og til dæmis frönsk kvæði frá sautjándu og nítjándu öld, sem Jón hefur líka þýtt prýðilega. Þessar línur eru eingöngu skrifaðar til að þakka Jóni Helgasyni frábærar kvæðaþýðingar fyrr og síðar, og ég gat ekki látið hjá líða, þótt seint sé, að tjá honum sérstakar þakkir fyrir Villon- þýðingar hans. S. D. 406
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.