Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1976, Síða 106

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1976, Síða 106
Tímarit Máls og menningar veisla — fjalla þeir hins vegar um hvernig samfélagið hangir saman þrátt fyrir innri sundrungu. Ur þessum síð- asta hluta hefur einum kafla, Staðfélagið í nútíma þjóðfélagi, verið sleppt í ís- lensku þýðingunni. Þýðendur færa þau rök fyrir því að kaflinn krefjist allstað- góðrar þekkingar lesenda á ensku þjóð- lífi. Rétt má það vera, en sama máli gegnir raunar um ýmsa aðra kafla bók- arinnar, svo sem eðlilegt er þar sem hún er samin fyrst og fremst fyrir enska les- endur. Fyrst talið var nauðsynlegt að stytta bókina á einhvern hátt hefði að mínum dómi komið minna að sök að fella niður einstaka kaflahluta (t. d. síð- asta hluta 5. kafla frá Flokkun form- legra stofnana að telja) heldur en láta allan kaflann um staðfélagið víkja. Is- lenska útgáfan missir nokkurs við það; hvergi er fyrir bragðið fjallað skipulega um kenningar sem fram hafa komið um mismun hefðbundins samfélags og iðn- aðarsamfélags í félagsfræðilegu tilliti (Gemeinschaft/Gesellschaft). Þær kenn- ingar varða íslenska lesendur ótvírætt meira en tilraunir fræðimanna til að flokka stofnanir. Höfundar gera ljóst í upphafi að bók- in sé ætluð til kennslu, enda mun hún hafa náð mikilli útbreiðslu í enskum framhaldsskólum. Þeir viðurkenna að þar sé völ á góðum kennslubókum en telja sumar yfirborðskenndar en í öðr- um sé reynt að gera grein fyrir of mörg- um viðfangsefnum. Undirritaður er ekki dómbær á þessa skoðun, en hitt mun efalaust að bók Worsleys hefur markað nokkur þáttaskil í gerð kennslubóka í félagsfræði meðal Engilsaxa. Mér vitan- lega er hún ein fyrsta tilraun á sviði kennslubókagerðar til endurmats eftir að fór að kreppa alvarlega að hinni raunspekilegu (pósitívísku) félagsfræði á sjöunda áratugnum. Worsley stendur að nokkru leyti á herðum C. W. Mills er hann vegur að raunspekinni í fyrsta kafla bókarinnar: „... félagsvísindin mega ekki herma eftir náttúruvísindun- um í einu og öllu því ... grundvallar- munur er á viðfangsefni þessara fræða: Maðurinn sem er viðfangsefni félags- fræðingsins er virkur og meðvitandi um sjálfan sig“ (bls. 56). Höfundur leggur áherslu á að „jafnvel í einföldustu at- hugunum verður ekki hjá því komist að ýmsar fræðilegar forsendur, sem felast í þankagangi athugandans, hafi áhrif á hvers konar gögnum hann leitar að, ... hvar sé vænlegt að leita orsakanna, hvaða þræði eigi að rekja og þar fram eftir götunum" (bls. 38). Hann vísar þannig á bug því sem hann telur grunn- færnislegar hugmyndir um eðli vísinda- rannsókna þar sem haldið sé fram „að staðreyndirnar tali sínu máli. En eitt er víst að staðreyndirnar tala aldrei sjálfar. Það eru mennirnir sem safna saman ákveðnum upplýsingum, túlka þær...“ Það leynir sér því ekki að höfundarnir eru að andæfa hugmyndum raunspek- innar. Þeir hegða sér líka nokkurn veg- inn samkvæmt því í efnismeðferð og framsetningu. Gagnrýnin umræða um hugtakamyndun og kenningasmíð, út frá kunnum dæmum úr sögu greinar- innar, eru til muna veigameiri í þessari bók en venja er til í kennslubókum af sama tagi, og kappkostað er að láta lýs- ingu og skýringu haldast í hendur, svo að kenningin verði ekki viðskila við þau fyrirbæri sem henni er ætlað að varpa ljósi á. Þessi viðleitni ber yfirleitt góðan árangur og í henni felst að mín- um dómi höfuðkostur þessarar bókar. Uppbygging bókarinnar og efnisskip- an hefur þó sína galla sem torvelt kann að hafa verið að sneiða hjá. Textinn 408
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.