Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1976, Page 111

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1976, Page 111
laust telja meðal hinna beztu, njóta ekki -setíð sömu hylli hjá börnum, að minnsta kosti ekki af sömu ástæðum. Börn hríf- ast einkum af hraðri og æsandi atburða- rás, en íhuga lítt dýpri merking sög- unnar; til þess skortir þau lífsrevnslu og hugsunarþroska. Nær undantekning- arlaust nefna börnin þrjár bækur, sem þau hafa sérstakt dálæti á og lesa oftast. Eina þeirra nefna þau til sem hina beztu, en mörg telja þó slíka ákvörðun örðuga og vafasama (sbr. bls. 34—35 og 64— 66). Höfundur spáir því, að rit þetta muni ekki þykja neinn skemmtilestur. Víst er bókin tafsöm á köflum, en ánægjan fer eftir því, hvers lesandinn leitar. Fræðirit eru jafnan af því tagi, að það kcstar lesendur nokkra áreynslu að eignast fjársjóði þeirra. En sé eftir þeim sótzt í alvöru, launa þau erfiðið ríkulega. Höfundur skipar í flokka öll- um þeim bókum, sem börnin segjast hafa lesið í tómstundum sínum: 1323 titlar skiptast í 22 flokka. Börnin af- baka oft titil og höfund, en dr. Símon lagði sig í líma að leiðrétta villur og kanna efni hverrar bókar. Um það segir hann: „Flokkun bóka, sem 10—15 ára nemendur lesa í tómsmndum sínum, reyndist mér bæði mikið verk og vanda- samt, og án efa er henni í ýmsu áfátt, bæði að því er varðar val sjálfra flokk- anna, og eins er smndum álitamál, í hvaða flokk skuli skipa einhverri bók. Þrátt fyrir galla slíkra flokkana, verður vart komizt af án þeirra, því að þær veita yfirlit yfir margþætt efni, og nokkur bending fæst um, hvers konar lestrarefni er bezt við hæfi drengja og stúlkna á ýmsum aldri" (bls. 101). Höfundur skýrir nánar frá, hvernig hann vann þetta tímafreka verk, m. a. Umsagnir um bcekur að hann hafi lesið allar þær bækur, sem hann þóttist ekki vera nægilega kunn- ugur til að skipa þeim í fyrrnefnda flokka. Þannig er lagður traustur grund- völlur að nánari könnun á tómsmnda- lestri hinna sex aldursflokka, 10—15 ára, drengja sér og stúlkna sér. Afstaða aldurshópa til hinna ýmsu efnisflokka er nú reiknuð út og sett fram í töflum 17—45 (bls. 67—100) og víðar. Býst eg við að það sé rétt til getið hjá höf- undi, að mörgum þyki þetta strembin lesning, en það bætir úr skák að á eftir koma rækilegar skýringar höfundar og er ráðlegt að hafa smðning af þeim við lestur hinnar tölfræðilegu framsetning- ar. Þá skýrast meginlínur og sýnilegt verður, að bókaval barna er afar breyti- legt, bæði eftir aldri, kyni og náms- árangri (skólaeinkunn). Eins og vænta má breytist bókaval greinilega með aldri hjá nokkurn veginn jafn greindum hópi. Skörp áhugaskil verða á mótum bernsku- og gelgjuskeiðs, nálægt 13 ára aldri hjá báðum kynjum, en frávik verða þó æði mörg. Snemma kemur fram að drengir hafa dálæti á öðrum bókum en jafn- aldra stúlkur. Sérstakar eftirlætisbækur drengja skera sig úr og á sama hátt aðrar, sem stúlkum falla bezt. Athyglis- vert er þó að stúlkur lesa drengjabækur miklu oftar en drengir stúlknabækur. Um það segir höfundur: „Gæti þetta e. t. v. bent til þess, að barnabókahöf- undar mörkuðu áhuga- og athafnasvið- um stúlkna of þröngan bás og fylgdu að þessu leyti um of hefð, sem er að úr- eldast, enda beinist nú áhugi telpna meir en áður að ýmsum störfum og hugðarmálum, sem til skamms tíma þóttu einungis hæfa drengjum" (bls. 108—109). Dr. Símon greinir höf- unda, sem eru afar vinsælir meðal barna á ákveðnu aldursskeiði; hann fjallar sér 413
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.