Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1976, Side 119

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1976, Side 119
Eftirmáli og kveðjuorð Nú er komið að því að ég kveðji Tímarit Máls og menningar, og flytji þakkir samverkamönnum mínum, bæði þeim sem ég þekki ekki, nema fáa eina, þ. e. les- endum, og hinum sem ég þekki, höfundunum, og verður mér þá hugsað til þess með trega að margur snilldardrengur, sem lét ljós sitt skína á siður Tímaritsins þegar ég kom að ritstjórn þess fyrir sautján árum, er nú ekki lengur. Lesendum Tímaritsins þarf ekki að koma brottför mín á óvart, þó ekki væri nema fyrir þá sök að framkvæmdastjóri Máls og menningar varpaði á mig nokkrum vingjarnlegum kveðjuorðum fyrirfram í fjölrituðu bréfi til félagsmanna Máls og menningar. Mun það bréf hafa verið látið fljóta með 3. hefti Tímaritsins þetta ár. Oþarfi er að rekja nú hvaða viðburðir leiddu til þess að ég sagði af mér störfum mínum hjá Máli og menningu fyrir rúmu ári, né heldur hvernig svo æxlaðist að ég var ráðinn til að sinna ritstjórn Tímaritsins þetta ár í viðbót; en ég þakka vinsemd góðra manna. Víst er það, að nóg er fyrir hvaða tímarit sem er að hafa sama ritstjóra í sautján ár, og þó skemur væri, og hefur mér orðið hugsað til þess fyrr; en bæði var að tímarit er eins og lifandi vera sem maður binzt tryggðaböndum, og einnig hugði ég um tíma að félagið Mál og menning þyrfti á mér að halda; en nú þegar það þarfnast mín ekki lengur tek ég pokann minn og fer glaður. * Fyrir tveimur árum, í eftirmála við þrítugasta og fimmta árgang, fór ég nokkr- um orðum um útgáfu tímarita, og mun ekki endurtaka þau hér; en kannski leyfist mér að síðustu að halda ögn áfram þar sem þá var frá horfið, og beina athygl- inni sérstaklega að Tímariti Máls og menningar og sögu þess. Tímarit Máls og menningar mun raunar hafa verið sparara á stefnuyfirlýsingar en gengur og gerist um tímarit. Auðvitað hefur þó aðalstefna Tímaritsins verið sameiginleg stefnu félagsins sem gefur það út, og er fólgin í 2. grein „Samþykkta fyrir bókmenntafélagið Mál og menning" frá 1940: „Tilgangur félagsins er að efla frjálsa þjóðmenningu með bókaútgáfu og annarri upplýsingarstarfsemi.“ Með „ann- arri upplýsingarstarfsemi" mun einmitt einkum hafa verið átt við útgáfu Tíma- ritsins. Lítum á fáeina staði í Tímaritinu ef finna mætti þar nánari ábendingar um stefnu þess. — Fyrst verða þá fyrir formálsorð fyrsta heftisins, sem kom út 29. marz 1940. Þar standa þessi orð: „Ritið er ekki, fremur en bókmenntafélagið sjálft, 421
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.