Tímarit Máls og menningar - 01.12.1976, Blaðsíða 122
Tímarit Máls og menningar
því að lesa ritgerðina „Skáldskapar-gagnrýnarnir nýju“, frá árinu 1913, í bók-
inni Ólíkar persónur eftir Þórberg Þórðarson.) Ekki veit ég nema þessi afstaða
sé eitt af táknum tímanna; raunar má teija nærri óhjákvæmilegt að þesskonar
jafnaðarmennska, eða jöfnun hins andlega og listræna, verði í för með þeirri
þjóðnýtingu bókmenntanna sem nú er á dagskrá í nokkrum löndum, þar á
meðal á íslandi.
Því vík ég að þessu að fyrrgreind jafnaðarmennska hefur ævinlega verið fjarri
Tímariti Máls og menningar. M. ö. o. Tímaritið hefur ekki gengið á vegum pópúl-
ismans. Á þessu mun ég, fyrir mina parta, ekki fara að biðja afsökunar, þó að ég
átti mig á sjónarmiðum þeirra manna sem hafa gagnrýnt Tímaritið af þessum sök-
um. En sé það rétt, að hin húmanistíska arfleifð hafi verið aðalleiðarljós Tímarits
Máls og menningar, þá er skiljanlegt að Tímaritið gat ekki verið að gera hosur
sínar grasnar fyrir pópúlisma og andlegri jöfnun. Tímaritið nennti ekki að dekra
við lágkúruna, en bar traust til þeirrar upplýsm alþýðu sem það vonaði að það
höfðaði til.
Nú eru margir búnir að dæma arfleifð húmanismans til dauða; ef sá dauða-
dómur er rétt upp kveðinn verður víst að taka því. Skyldi þess þá gætt eftir blóð-
næturnar að gorkúlur dægurtízku eru fljótar að spretta úr sér.
Leyfið mér enn að bæta við einu orði. Árið 1940 var eitt af hinum svörtu árum
í íslenzkri sögu og pólitík; það er trúa mín að um það leyti hafi verið sáð þeim
fræjum sem upp af spratt versta illgresið í pólitískri sögu næsm ára og áratuga.
Tímarit Máls og menningar var stofnað þetta ár. Þá var líka í gangi römm
afmrhaldssókn í menningarefnum, sem stefndi að einokun og jöfnun. Þessari
sókn var hmndið, og Tímarit Máls og menningar átti töluverðan þátt í því. Það
fer að líkum að forustumenn Máls og menningar hafa löngum látið sér hægt um
að predika einokun menningartækja og -stofnana, og helzt kosið að ógæfumenn í
pólitík, og þó þeir séu íklæddir dularkufli lýðstjóra, nái engu forræði í lýðveldi
menntanna.
27. desember 1976.
ó. D.
424