Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1978, Síða 14

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1978, Síða 14
Tímarit Máls og menningar inn holdi klæddur og kommúnisminn þaðan af síður, þá þurfti að finna henni heiti, þó ekki nema til að greina hana frá öðrum hreyfingum. Af nokkrum varð eitt heiti ofan á og má nú kallast ríkjandi meðal andkreddu-marxista, sem sé hugtakið stalínismi. Það hefur óneitanlega þann ókost að fela í sér nafn á manni sem flestir ala enn til nokkrar tilfinningar. En það er ekki eitt um það. Við burðumst með þá í hugtökum Marx, Lenín, Trotskí og Maó og kvörtum ekki. Verra þykir mér hvað Jósep er gert hátt undir höfði með því að kenna hann við öll þessi ósköp. Hvorttveggja er þó smávægilegt miðað við nauðsyn þess að menn eigi sér sameiginlegt hugtak yfir svo söguríkt fyrirbæri og hér um ræðir. Ef við tökum hugtakið kratismi (eða sósíaldemókratismi) til hliðsjónar, þá sjáum við að merking þess ákvarðast af almennum grunndráttum, svo sem af- stöðu til þingræðis og ríkisvalds og margreyndri stéttasamvinnu, en ekki frá- vikum og afleiðingum stefnunnar í einstökum löndum. Þó kratar í Þýskalandi hafi á sínum tíma látið myrða Rósu Luxemburg og Karl Liebknecht, þá er það í sjálfu sér ekki kratismi né getur tryggur stuðningsmaður Alþýðuflokksins í Trékyllisvík talist ábyrgur fyrir því. Sama er að segja um hugtakið stalínismi. Það felur í sér þá höfuðþætti í hugsun og starfi sem öll hreyfingin átti sam- eiginlega. Gúlag var til dæmis ekki stalínismi (hvað þá stalínismz»») heldur ein af afleiðingum stalínismans í Sovétríkjunum, og útí hött að sækja til saka fyrir það gjaldkera kommúnistadeildarinnar á Stokkseyri. Á meðan hugtakið stalínismi er eingöngu notað sögulega á enginn að þurfa að misskilja það, jafnvel þótt menn leggi mismunandi áherslur á ýmsa þætti stalínismans og geti auk þess greint á um hvenær hann hefjist og hvenær honum Ijúki, eða hvort honum sé lokið. Hættan á misskilningi kemur þá fyrst þegar hugtakið hefur fengið yfirfærða og and-sögulega merkingu og er notað sem kennimark eða lýsing á einhverju sem í kjarna sínum er annað en stalín- ismi. Þá hefur það líka glatað fræðilegu inntaki sínu og er orðið að hrós- eða skammaryrði eða einhverju þar á milli. Og af því tungan á nóg af slíku og stalínisma-hugtakið er ekki til frálags vegna skorts á staðgengli, þá finnst mér aðkallandi að þeir sem hafa tamið sér að tjá andúð sína á flestu milli himins og jarðar með þessu orði hætti því og haldi sig hér eftir við söguna og annað ekki. Jafnframt finnst mér kominn tími til að strútarnir reki kollana upp úr sand- inum hvíta og horfist í augu við uppruna sinn. Það lifir enginn á goðsögum til lengdar, allra síst goðsögum um eigin fortíð. Vésteinn Lúðvíksson. 236
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.