Tímarit Máls og menningar - 01.09.1978, Side 32
Tímarit Máls og menningar
alþ...., í alþýðulýðveldinu var ég næstum búinn að segja. Sko, sam-
bandslýðveldinu átti ég við! Hér er ekki skortur á yrkisefnum fyrir póli-
tískan vísnasmið. Mér þykir leitt að atburðir hér skuli hafa komið mér til
hjálpar með svo dapurlegum hætti. Því á þessu ári síðan ég kom hingað
hefur pólitískt ástand hér snúist hrottalega í átt til fasisma. Því miður er
enginn skortur á efni fyrir ballöður, vísur eða kersknissöngva.
T. d. varð ég fyrir heldur ömurlegri reynslu nýverið, sem ætti eiginlega
heima í kvæði. A dögunum, þegar lík Schleyers fannst í Miihlhausen í far-
angursrými bíls af gerðinni „Audi 100“, sá ég á bensínstöð eintak af „Bild-
Zeitung“ með mynd af þessum bíl á forsíðu. Eg sagði við afgreiðslumann-
inn: Það hlýtur að vera hryllilegt fyrir þá sem framleiða þessa „Audi“-
bíla að láta bendla bílana sína við þetta ljóta morð. Þá sagði hann: Því
þá það? Þetta er auglýsing. Þeir eru áreiðanlega ánægðir að hann skuli
einmitt hafa legið í „Audi 100“. Það er besta sönnunin fyrir því að „Audi
100“ hefur gríðarlegt farangursrými. Eftirspurnin margfaldast áreiðanlega.
— Þá varð mér öllum lokið. Markaðshugsunarhátturinn hér er svo kald-
rifjaður gagnvart mannlegum þjáningum að hann sýnir ekki minna
tilfinningaleysi en eignað er Buback-eftirmælum Mescalero-hópsins.1
Sjálfur varð ég fyrir svolítið furðulegri reynslu í sambandi við Schleyer.
Þegar ég kom hingað vestur og kom fram í Stuttgart, þá hitti ég á undan
fulltrúa frá Sambandi málmiðnaðarmanna. Þá byrjaði ég alltaf á að syngja
ljóðið „So oder so — Die Erde wird rot“, og þar stendur „Að horfa á fingur
borgaranna nægir ekki, við verðum að lemja á framloppu borgarasvínsins
1 í nafnlausu dreifibréfi, sem sent var út af stjórnleysingjahopi við háskólann í
Göttingen er nefndi sig Mescalero, var fyrstu viðbrögðum bréfritara við morði
ríkissaksóknarans Siegfried Buback lýst sem ósjálfráðri, dulinni gleði. Þessi dulda
gleði var næstum þegar í stað bönnuð af máttarvöldum. Menntamálaráðherra
Neðra-Saxlands, Eduard Pestel, bauð út á annað hundrað manna lögregluliði
að leita uppi dreifiritið í vistarverum stúdenta. Innan skamms hafði orðatiltækið
„klammheimliche Freude“ borist út um allt sambandsríkið, það var sú tilfinn-
ing sem sögð var altaka þá sem hliðhollir væru hermdarverkamönnum. Enginn
lét þess getið að Mescalero heldur áfram og fordæmir ofbeldisverk eins og
morð Bubacks sem pólitíska baráttuaðferð, og sú er meginniðurstaða dreifi-
ritsins. Þegar 48 háskólaprófessorar hvaðanæva af Vestur-Þýskalandi stóðu fyrir
endurprentun dreifibréfsins með skírskotun til tjáningarfrelsis náðu ofsóknirnar
hámarki, að þessu sinni gegn þeim, og Springer-blöðin voru í broddi fylkingar.
Margir prófessoranna neyddust til, að viðlögðum stöðumissi, að undirrita holl-
usmyfirlýsingu og skuldbinda sig til að taka ekki afstöðu „gegn ríkinu og stjórn-
arskránni". — Þýð.
250