Tímarit Máls og menningar - 01.09.1978, Page 33
Viðtal við Wolf Biermann
feita. Svo skal það vera, svo verður það.“ Það er að segja spurning um á-
kvörðunarrétt á vinnustað eða sjálfsákvörðun. Og þá sögðu þeir: Heyrðu,
Wolf, þetta fellur eins og flís við rass, því við höfum hér forstjóra Vinnuveit-
endasambandsins, Schleyer . . . Hann lítur út nákvæmlega eins og kapítal-
ísku risaskrímslin sem eru í myndabókum kommúnista handa verkamanna-
börnum, þar sem kapítalistarnir eru alltaf gerðir feitir og verkamennirnir
horaðir og beinaberir. — A þessum hljómleikum í Stuttgart talaði ég svo
um hvernig þessi Schleyer, fyrrverandi stormsveitarmaður, hefði unnið sér
það til frægðar að smðla að því að verkamenn yrðu aftur látnir gjalda fyrir
verkföll með atvinnumissi, að hann hafi gætt hagsmuna atvinnurekenda
á einstaklega ruddalegan hátt og komist upp með það. Og svo sé ég allt
í einu í blöðunum mynd þessa Schleyers, fanga „Rauðu herdeildanna“.
Ég sé allt í einu andlit manns. Mér varð mikið um að sjá hvernig þessi
táknræni kapítalistahaus hafði breyst í þjáðan, aumkunarverðan mann,
sem gat ekki vakið annað en samúð þess sem á horfði; mynd sem engin
undirskrift hæfði önnur en þessi: „Ecce homo“, „sjáið, maður!“ Og þar
sem ég hugsa eftir pólitískum leiðum varð mér enn meira um það að
þessum vafasömu hetjum „Rauðu herdeildanna“ hefði tekist að breyta þess-
ari fyrirmynd kapítalískra arðræningja, með digran svíra, með ör í feitu
andlitinu, ruddafengið bros og sokkin augu, í manneskju sem svipaði miklu
meira til Jesú Krists í þjáningum hans en víxlaranna sem hann rak út úr
helgidómnum. Og af þessu sprettur einmitt þessi hættulega bróðurtilfinn-
ing sem ég tala um í kvæðinu um útför Baader, Ensslin og Raspe: „Þið
hafið sveipað þoku gjána sem gapir milli stéttanna“ — ekki lokað henni,
því hún er þar eftir sem áður, en þau hafa sveipað hana þoku, og það er
mjög auðvelt að falla í hana.
Wallraff: Það má bæta því við að sjálfsagt hefur aðferðum stormsveitar-
manna verið beitt gagnvart Schleyer í fangelsinu. Líka þess vegna kemur
nafngiftin „börn Schleyers“ vel heim. A aðalritstjórnarskrifstofu „Bild“
var sýnt myndsegulbandið af Schleyer, og þar töluðu menn um að hunda-
hálsband hafi verið bundið um hálsinn á honum og hann neyddur til að
geha.
Biermann: Ég var einmitt að koma að því — ég átti erfiðar með að
yrkja um andlit Schleyers en að setja saman hispurslaus og áleitin bar-
áttukvæði. Ég vildi sanna það pólitískt í þessu kvæði að fólkið sem bar
ábyrgð á þessu hafi, gagnstætt yfirlýstum markmiðmn sínum, unnið það
til saka að skapa falska samkennd milli stétta.
251