Tímarit Máls og menningar - 01.09.1978, Page 38
Zdenek Hejzlar
Sovétkommúnisminn
10 árum eftir „Vorið í Pragu
Zdenek Hejzlar (f. 1921) er tékkneskur sagnfræðingur og blaðamaður sem hefur
einkum lagt stund á sögu sósíalísku ríkjanna í Austur-Evrópu og vesturevrópskra
vinstrihreyfinga.
Hann tók þátt í starfi kommúnista í Tékkóslóvakíu frá 1936 og varð félagi í
Kommúnistaflokknum 1939. A stríðsárunum starfaði hann í andspyrnuhreyfing-
unni en var tekinn höndum og hafður í haldi í fangabúðunum í Buchenwald. Eftir
stríð varð hann formaður tékknesku æskulýðssamtakanna og sat í miðstjórn Komm-
únistaflokksins. Við Slánský-réttarhöldin 1952 var hann rekinn úr flokknum og
dæmdur til þrælkunarvinnu. Eftir að hann hafði afplánað dóminn, 1956, varð
hann verkamaður í námum, rennismiður og kennari í Ostrava.
Arið 1968 var Hejzlar aftur tekinn í flokkinn, varð útvarpsstjóri, þingmaður
og loks var hann kjörinn í miðstjórn Kommúnistaflokksins á 14. flokksþinginu,
sem haldið var eftir að innrásin var hafin, í ágúst 1968. Samkvæmt tilmælum frá
Moskvu var honum veitt lausn frá störfum sínum í september 1968 og sendur til
sendiráðsins í Vínarborg. I október 1969 var honum vikið úr flokknum og dæmdur
í útlegð. Hann fluttist þá til Svíþjóðar sem pólitískur flóttamaður. Hejzlar starfar
nú við Utanríksmálastofnunina í Stokkhólmi við rannsóknir og útgáfu og hefur
sent frá sér margar ritsmíðar.
Á síðasta áratug hefur áhugi og vitneskja Vesturlandabúa um hina sovésk-
kommúnísku Austur-Evrópu aukist töluvert. Eina meginástæðu þess
má rekja til „Vorsins í Prag“ sem sovéskir bryndrekar gerðu að engu fyrir
tíu árum.
Vandamál Austur-Evrópu eru nú ákaft rædd á margs konar vettvangi.
Allra dýrmætast er að menn leitast fremur en áður við að nálgast sovét-
kommúnismann „innan frá“, menn hlusta á þá sem búa sjálfir og berjast
við þessar aðstæður, og í stað þess að mála óforbetranlegan skratta á vegg
fjalla menn um sovétkommúnismann sem fyrirbæri í þróun — þ. e. a. s.
eins og allt annað í þeim heimi sem við byggjum.
256