Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1978, Side 54

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1978, Side 54
Tímarit Máls og menningar það sem góða og gilda vöru sem þeir lugu að sjálfum sér, en eftir skamma stund, eða innan sólarhrings, hafi þeir með sama eldingarhraðanum tekið að trúa þveröfugri staðhæfingu, sem þeir einnig spunnu upp. Að vísu ber að taka það fram, að yfirleitt er slíkt aðeins á færi stjórnmálamanna. Lygi og sjálfslygi stjórnast ekki af eiginhagsmunum allra síst hjá okkur hinumegin. Ég spyr: Er hægt að hugsa sér nokkuð mannlegra en það, að bankastjóri að næturþeli, í einveru svefnherbergisins, krjúpandi á kné við rúm sitt gagntekinn heilagri kennd, telur sér trú um að hann vilji fórna lífi sínu og blóði fyrir konunginn, og á sömu stundu er þjónn, eða af- greiðslumaður, eða skrifari, að biðja hins sama niðri í rökum kjallara eða uppi á næðingssömum hanabjálka — og allir þreyta þeir vökuna til morg- uns, því að í barnslegri einlægni sinni fá þeir aldrei nóg af þessu saklausa gamni. Lotningin, kæru tilheyrendur, er annars ein vinsælasta og algengasta tegimd sjálfslyginnar. Svo auðvelt er að tileinka sér hana, að við örskot eitt tökum við að bera virðingu fyrir manni, höldum jafnvel lofræðu fyrir honum, sem höfðum aldrei heyrt getið um stundu áður og allt gerist þetta þannig að hvergi rekst neitt á annars horn. I æsingnum, sem stundum end- ist manni dögum saman, trúir maður öllu sem sjálfum segir, enda þótt sú staðreynd kunni eftir á að valda smávægilegum heilabrotum. Barnið ber virðingu fyrir foreldrum sínum; hvað er eðlilegra? Það ber einnig virðingu fyrir afa sínum og ömmu, kennurum sínum og fullorðnu fólki yfirleitt. Varla þarf að eyða orðum að því að þetta gerir barnið hýrt á svip, gersamlega laust við hvern minnsta skugga af efa eða grunsemdum. Lærlingurinn virðir sveininn, sveinninn iðnmeistarann, og meistarinn lýtur þeim auðuga manni sem kaupir smíðsgripi hans. Daglaunamaður tignar verkstjóra sinn hreinu hjarta, verkstjórinn virðir verkfræðinginn, verkfræðingurinn lýtur forstjóranum og forstjórinn hlýðir hluthöfunum. A sama hátt ber smábóndinn virðingu fyrir stórbóndanum, og stórbóndinn auðsýnir landeigandanum sína lotningu. Yfirleitt tignar bændafólk höfð- ingja sína, og til marks um lotninguna sveiar það þeim aldrei nema á bak. Skuldunaumrinn virðir lánardrottin sinn. Safnaðarlimir bera virðingu fyrir heilögu líferni presta sinna, en til þess þarf að vísu nokkurn tíma til sjálfssefjunar, lengri en í meðallagi. Eftir rækilegar andlegar æfingar tekst ákærðum frammi fyrir augliti laganna að tigna dómara sína, jafnvel áður en dómur gengur, og vitanlega 272
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.