Tímarit Máls og menningar - 01.09.1978, Side 55
Erindi um lífið „hinumegin'
hættir hann ekki þessari yndisaukandi sjálfspíningu þótt í fangelsi sé
komið.
I daglega lífinu hefur reynst vel að beita sjálfa sig því sálræna bragði
að láta lotninguna ekki í té fyrr en að fenginni vitneskju um efnahag hins
útvalda virðingamanns, sambönd hans og valdatæki. Honum ber síðan lotn-
ing hversu auðugur og valdamikill sem hann kann að vera, og allir bera
virðingu fyrir yfirvöldunum.
Sú staðreynd að hjá okkur, í útlandinu, er alltaf hægt að finna einhvern,
sem við getum virt af einlægni og fullri undirgefni, — þessi staðreynd
sannar fullkomlega hið ákjósanlega jafnvægi þjóðfélagsskipunarinnar.
Hvert er það band sem heldur saman herskörum þjóðanna er þeir vaða
yfir jörðina eins og vælandi engisprettur, finnandi sín stefnumið jafnt í
sandauðnum Afríku sem við brimsorfna strönd Ishafsins, — og án þess að
fá svo sem eitt brennivínstár á tungubroddinn til að auka eldmóðinn er
sniðbeittum vopnum lagt í búk óvinarins svo þegar hrynja fætur, vængir
og hausar í lítt aðgreinanlega bendu.
Og á hinn bóginn: Hvað veldur því að nokkur maður skuli hætta sér
inn í grafhýsi hins dauða, svo segjandi: Og sjá, ég segi þér Lasarus, tak
sæng þína og gakk! — Og hinn dauði hlýðnast þessu og rís upp.
Kæru tilheyrendur, látum okkur renna huganum eitt andartak til fram-
tíðar mannkynsins og ekki mun sá kostur hvarfla að okkur að þjóðfélags-
skipan okkar verði hnekkt, því að á meðan sólkerfið kólnar ekki og jörðin
nýtur yls á vegferð sinni um geiminn verða vissulega alltaf til göfugir
menn sem hægt er að bera virðingu fyrir í skjóli sjálfslyginnar.
Hjalti Kristgeirsson þýddi.
1 8 TMM
273