Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1978, Side 59

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1978, Side 59
Konan sem færði okkur skáldið Þorgeir Þorgeirsson skráði eftir Líneyju Jóbannesdóttur Með eftirminnilegustu persónum sem ég hef kynnst er Elísabet Göhlsdorf, sú sem var ástkona Jóhanns Jónssonar skálds í Þýskalandi og annaðist hann í veikindunum seinustu árin. Að Jóhanni látnum kom hún hingað með ösku hans og handritin sem hann lét eftir sig. Hún mun svo hafa farið aftur til Þýskalands en ekki orðið þar vært fyrir hetjum nasista. Þá snéri hún hingað á ný. Þegar við hjónin fluttum heim frá Svíþjóð á stríðsárunum fengum við um tíma leigt húsnæði í Tjarnargötu 39. Þar bjó þá Elísabet Göhlsdorf. Og þar hófst kunningsskapur minn við hana. Hún bjó í einu herbergi og þiljaði af horn þar sem hún var með eld- unaraðstöðu. Það komu sárafáir til hennar, einhverjir einkanemendur sem hún kenndi ensku eða þýsku og örsjaldan vinir Jóhanns og hennar frá fyrri tíð. Og smndum bauð hún mér líka inn. Eg trúi að fyrstu kynni okkar hafi orðið vegna hósta. A hverjum morgni heyrði ég hana hósta, stundum tímunum saman. Mér var slík raun að hlusta á hana, að ég fór niður til að vita hvort ég gæti liðsinnt þessari útlendu, gráhærðu konu. Sjálf hafði ég verið með berkla sem unglingur og fékk enn ljótan hósta þegar ég kvefaðist. Hún bandaði mér frá sér í þetta sinn. Næst þegar ég hóstaði var hún komin upp til mín með einhverja undar- lega samsuðu af grösum og öllu mögulegu sem ég aldrei vissi hvað var. Hún var öll í þessu. Hún sagðist hafa gefið Jóhanni þetta þegar hann átti sem erfiðast í sambandi við hóstann. En undir lokin var hann orðinn svo aðframkominn að það varð að leggja eyrað niður að munni hans til að heyra hvað hann sagði. Þegar hún talaði um Jóhann fór hún ævinlega að stara fram fyrir sig eins og í leiðslu. Og frásögnin var mikið í hálfkveðnum setningum eins og hún gleymdi sér í minningunum og vissi ekki af mér að hlusta. Við urðum vinkonur. Hún lærði aldrei að tala íslensku að verulegu gagni enda þótt hún væri 277
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.