Tímarit Máls og menningar - 01.09.1978, Side 69
I
Guðbergsk siðbót
ings- og gróðahyggju; hvernig rótleysi þjóðfélagsins (makrokosmos) gegn-
sýrir heimilislífið (mikrokosmos). Af þessu leiðir að nafn bókarinnar getur
staðið fyrir tvenns konar „ástir“, samtvinnaðar: annars vegar „ástir“ ís-
lensku þjóðarinnar og bandarísks setuliðs (og fylgifiska þess), hins vegar
„ástir“ hjóna sem búa saman við þessar aðstæður.
I sögunum afhjúpar höfundur goðsöguna um sjálfstæði einkalífs gagn-
vart hinu opinbera þjóðfélagslífi (sbr. 1.). En tengslin á milli þessara sviða
eru gjarnan dulbúin, eða þeim afneitað, og látið líta svo út sem þau séu
hvort öðru óviðkomandi. Tengslin sem sögurnar afhjúpa eru með marg-
víslegum hætti, og skulu nú nefnd nokkur dæmi.
3.2. Goðsagan um friðsœlt líf í faðmi fjölskyldunnar
í Nceturbreingemingu koma við sögu hjónin Sveinn og Katrín og synir
þeirra tveir. Annar þeirra er sögumaður. Hann lýsir umbúðalaust viðræð-
um hjónanna og Palla frænda um jarðarför fráfallins ættingja, Vagns, sem
drukknaði og rak kasúldinn á land. Það er bersýnilegt að þau syrgja hann
ekki og að fráfall hans og jarðarför er allt reiknað í beinhörðum pening-
um:
Palli stundi (...) og sagði slysið koma sem reiðarslag yfir Fríðu, þrátt fyrir
góða fjársöfnun, en petiinga aldrei geta fyllt skarð fyrirvinnu; söfnunin sam-
svaraði tveimur trillubátavertíðum. (38)
(Leturbreyting mín.)
Mikið rex upphefst, þegar deila á kostnaðinum af jarðarfararkransinum
niður á hlutaðeigandi og Palli veltir fyrir sér hvort ekki hefði verið best
að skríða inn fyrir girðingu hjá Kananum og tína sortulyng í krans. Það
hefði verið ódýrast.
Sveinn hefur í flimtingum að Katrín hafi verið í tygjum við Vagn heit-
inn, þau rífast og slást, keppast við að níðast hvort á öðru. Þess vegna
verður dásömun Katrínar á hjónabandinu vægast sagt kaldhæðnisleg:
Hún gat auðveldlega sett sig í spor Fríðu, að vilja hafa Vagn (kasúldinn)
nálægt sér, eins lengi og þessi siður leyfði; þannig er og vteri ást hjóna. (38)
(Leturbreyting og innskot mitt.)
Innbyrðis samskipti þessarar fjölskyldu einkennast af hatri, óánægju og
þröngsýni. Þar er hinn gamalkunni feðrapýramídi lifandi kominn: faðir-
inn lumbrar og níðist á konu og börnum, móðirin rexar í börnunum, og
287