Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1978, Síða 71

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1978, Síða 71
Guðbergsk siÖbót sem hér gegnir hlutverki sögumanns, í „gott kanajobb" (95), en til að það gangi, verður hann að læra að babla ensku, því „nú er menntun nauðsynleg jafnvel fávirnm". (96) Þannig er þetta fólk gersamlega upptekið við að koma sér áfram gegn- um Kanann. Hér er það einstaklingsframtakið undir verndarvæng hersins sem gildir, sbr. feril Mumma, átrúnaðargoðs fjölskyldunnar. Eins og fyrr er getið er það gróðasjónarmiðið sem mótar afstöðu afkom- endanna til gömlu hjónanna. En andstæða þessa spillta bæjarfólks er ekki heilbrigð, upprunaleg sveitamenning. Afa gamla er lýst sem klúrum, elli- ærum aumingja, amma er hálf úr heimi höll. Gunna er eina systirin í heimahúsum, vegna þess að hana kól upp í mitti „áður en hún gekk út“ og er því ekki lengur gjaldgeng á hjónabandsmarkaðnum. Fyrir það ætla systur hennar, sem allt meta til peninga, að refsa henni. Þær vilja koma henni á hæli sem fyrst, því „hún kann að setja laglegt strik í reikninginn, heimti hún fullt ráðskonukaup við skiptin". (79) Hræsni og yfirdrepsskapur afkomendanna rís hæst í lok heimsóknarinn- ar, þegar þeir taka myndir af „reisn“ þessara útslitnu ættarhöfðingja. Kald- hæðni höfundar skín alls staðar í gegn: Nú á að taka mynd af íslenska bóndanum, sem elskar sína jörð og landið (...) Afi og amma á stalli og við í skrauthring (...) á tröppunum. Amma riðar. Henni glýjar fyrir augu. Jórunn og Sveinsína leggjast á hnén, ósýni- legar að baki hennar. Þær styðja sterkum handleggjastoðum að baki hennar og rassi. Glampi. Amma er látin leggja sig(...) Munið forfeðurna ævilangt á mynd. Búizt er við andláti þeirra á hverri stundu. Síðasta myndin er tekin í hverri heimsókn. (91) Hér er þannig ýjað að ákvarðandi þætti efnahagsaðstæðna á vitund fólksins í sögunum. Með streymi erlends fjármagns inn í landið um og eftir stríð, og nýjum atvinnumöguleikum og braski í framhaldi af því, hættu margir búrekstri og venjulegri launavinnu í von um auðfengnari gróða. Þetta hefur markað djúp spor í vitund manna. I þessum sögum fer sem sagt lítið fyrir friðsælu fjölskyldulífi og fórnfúsum mæðrum. Sem víða annars staðar í heimi bókarinnar hættir fólkið sér ekki út fyrir sína „kringlóttu vömb“, velmegunarkapphlaupið. Þannig segir kona Páls við Mumma: „Eg er hvorki bjartsýn né svartsýn. Eg horfi á mitt hús og innan- stokksmuni. Eg sé lítið út fyrir minn verkahring ...“ (97) i o tmm 289
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.