Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1978, Side 73

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1978, Side 73
Guðbergsk siðbót Bond og Bonansa. Einn drengjanna, Halli, gengur svo langt að skjóta hænu með tvíhleypu afa síns. Fyrir þetta verður hann hetja dagsins, upp- nefndur Halli hænubani. Einu skammirnar sem hann fær eru: „Svona gerði James Bond aldrei, vinur og karlinn minn...“ (86), m. ö. o. James Bond skaut ekki hænur, heldur útsendara Rússa og Kínverja, og á því er mikill munur. — I leikjum barnanna heyrast upphrópanir eins og: „You öll focking pungur, bing-bang, búmm, you pungur focking son of a bitch you öll. Dauððurr! “ (92) í öllum þessum látum reynir fullorðna fólkið að kaupa sér frið með því að ausa kóki í börnin: „Nú þeir eru þá ekki að ólátast og eyðileggja meðan þeir þamba.“ (83) Ekki verður annað sagt en andi vestrænnar samvinnu og menningar svífi yfir drullupollunum á blautum 17. júní degi í Þjóðhátíð. A þeim degi reyna kaupmenn og ýmis félagasamtök að græða sem mest á þjóð- hátíðargesmm með því að selja blöðrur, grímur og kúrekahatta og annað drasl, keypt fyrir dýrmætan gjaldeyri að sjálfsögðu. Þá gefst kostur á að hlusta á tyrfin ættjarðarkvæði og forsætisráðherrann sem gat ekki látið hjá líða að brýna „fyrir þjóðinni sparsemi í kaupkröfum og að þjappa sér betur saman kringum Nato, bandalag frjálsra þjóða ...“ (237) — Húsmæðurnar eru leiðar yfir að vamarliðið skuli hafa hætt við að varpa sælgæti og happ- drættismiðum yfir mannfjöldann — vegna veðurs. A þvælingi fjölskyld- unnar í sögunni milli Austurvallar, Hressingarskálans og sölutjalda opin- berast fánýti þess þjóðhátíðarforms sem hér hefur tíðkast undanfarna ára- tugi. I Ellefta atriði greinir m. a. frá næturlífi Reykjavíkur. A skemmtistöð- um borgarinnar er gestum boðið upp á gervi-Indverja frá Soho sem gleypir eld og gervi-sjónvarpsstjörnu úr fimmta flokks amerískum næturklúbbi. Barþjónarnir, „goðin“, sem allir fastagestir líta upp til, reyna að líkjast erlendum starfsbræðrum sínum á Savoy. Til þess að það megi takast sem best, sletta þeir óspart, því „enskt mál er liprara barmál en íslenakan". (201) Hér era nokkur dæmi tekin frá sömu blaðsíðu: „minn old friend ... und so weiter ... very cool ... set out ... a la Voggi ... safe ... it-does- you-good-dömu-cocktail“. Mellumamman Boba setur stúlkurnar sínar í enskutíma hjá háskóla- stúdenti, svo „kúnnar“ hennar fái sem bestan „sörvis“. Þar lesa þær Henry Miller. En Didda, gangastúlka á St. Jósefspítala, ættuð úr sveit, er svo ný- byrjuð í þessari aukavinnu, að orðaforði hennar miðast enn sem komið er við wow-wow-vein geimkvenna hasarblaða og kvikmynda og nokkur 291
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.