Tímarit Máls og menningar - 01.09.1978, Page 73
Guðbergsk siðbót
Bond og Bonansa. Einn drengjanna, Halli, gengur svo langt að skjóta
hænu með tvíhleypu afa síns. Fyrir þetta verður hann hetja dagsins, upp-
nefndur Halli hænubani. Einu skammirnar sem hann fær eru: „Svona gerði
James Bond aldrei, vinur og karlinn minn...“ (86), m. ö. o. James Bond
skaut ekki hænur, heldur útsendara Rússa og Kínverja, og á því er mikill
munur. — I leikjum barnanna heyrast upphrópanir eins og: „You öll
focking pungur, bing-bang, búmm, you pungur focking son of a bitch you
öll. Dauððurr! “ (92) í öllum þessum látum reynir fullorðna fólkið að
kaupa sér frið með því að ausa kóki í börnin: „Nú þeir eru þá ekki að
ólátast og eyðileggja meðan þeir þamba.“ (83)
Ekki verður annað sagt en andi vestrænnar samvinnu og menningar
svífi yfir drullupollunum á blautum 17. júní degi í Þjóðhátíð. A þeim
degi reyna kaupmenn og ýmis félagasamtök að græða sem mest á þjóð-
hátíðargesmm með því að selja blöðrur, grímur og kúrekahatta og annað
drasl, keypt fyrir dýrmætan gjaldeyri að sjálfsögðu. Þá gefst kostur á að
hlusta á tyrfin ættjarðarkvæði og forsætisráðherrann sem gat ekki látið hjá
líða að brýna „fyrir þjóðinni sparsemi í kaupkröfum og að þjappa sér betur
saman kringum Nato, bandalag frjálsra þjóða ...“ (237) — Húsmæðurnar
eru leiðar yfir að vamarliðið skuli hafa hætt við að varpa sælgæti og happ-
drættismiðum yfir mannfjöldann — vegna veðurs. A þvælingi fjölskyld-
unnar í sögunni milli Austurvallar, Hressingarskálans og sölutjalda opin-
berast fánýti þess þjóðhátíðarforms sem hér hefur tíðkast undanfarna ára-
tugi.
I Ellefta atriði greinir m. a. frá næturlífi Reykjavíkur. A skemmtistöð-
um borgarinnar er gestum boðið upp á gervi-Indverja frá Soho sem gleypir
eld og gervi-sjónvarpsstjörnu úr fimmta flokks amerískum næturklúbbi.
Barþjónarnir, „goðin“, sem allir fastagestir líta upp til, reyna að líkjast
erlendum starfsbræðrum sínum á Savoy. Til þess að það megi takast sem
best, sletta þeir óspart, því „enskt mál er liprara barmál en íslenakan".
(201) Hér era nokkur dæmi tekin frá sömu blaðsíðu: „minn old friend ...
und so weiter ... very cool ... set out ... a la Voggi ... safe ... it-does-
you-good-dömu-cocktail“.
Mellumamman Boba setur stúlkurnar sínar í enskutíma hjá háskóla-
stúdenti, svo „kúnnar“ hennar fái sem bestan „sörvis“. Þar lesa þær Henry
Miller. En Didda, gangastúlka á St. Jósefspítala, ættuð úr sveit, er svo ný-
byrjuð í þessari aukavinnu, að orðaforði hennar miðast enn sem komið er
við wow-wow-vein geimkvenna hasarblaða og kvikmynda og nokkur
291