Tímarit Máls og menningar - 01.09.1978, Síða 85
Sigurður Baldursson
Tveir meiðyrðadómar yíir
Þórbergi Þórðarsyni vegna ævisögu
Arna Þórarinssonar
Ævisaga Árna prófasts Þórarinssonar, færð í letur af Þórbergi Þórðarsyni,
kom fyrst út hjá bókaforlaginu Helgafelli á árunum 1945—1950.
I IV. bindi A Sncefellsnesi og VI. bindi Að cevilokum eru nokkur um-
mæli, sem dæmd voru dauð og ómerk með tveim dómum bæjarþings
Reykjavíkur, kveðnum upp 24. janúar 1953 í bæjarþingsmálunum nr. 599
og 600/1951. Dómum þessum var ekki áfrýjað til Hæstaréttar, og eru
þeir því á fárra vitorði.
Onnur útgáfa ævisögunnar kom út hjá Máli og menningu árin 1969 og
1970, og þriðja útgáfa kom út hjá sama forlagi árið 1977. I báðum þess-
um síðari útgáfum standa hin „dauðu og ómerku“ ummæli óbreytt eins og
ekkert hafi í skorist.
Ég hef verið beðinn að skýra lesendum Tímarits Máls og menningar
frá meginefni þessara dóma, þar sem ég var verjandi Þórbergs í báðum
málunum, en á þessum árum var ég fulltrúi á lögfræðiskrifstofu Ragnars
Olafssonar hrl.
Sækjandi í báðum málunum var Guttormur Erlendsson hrl., sem nú er
látinn. Það er athyglisvert, að stefnendur kröfðust aðeins ómerkingar á
tilteknum ummælum og málskostnaðar sér til handa, en hvorki refsingar
yfir Þórbergi né miskabóta úr hendi hans. Þessi hófsemi í kröfugerð er
mjög óvenjuleg í málum af þessu tagi.
Árni prófastur Þórarinsson lést 3. febrúar 1948, og var málunum því
einungis beint gegn Þórbergi.
Fyrst verður sagt frá málinu nr. 600/1951: Páll Markússon, Sigtryggur
Markússon og Þórður Markússon gegn Þórbergi Þórðarsyni.
Þetta mál var höfðað með stefnu, útgefinni 26. júní 1951. Stefnendur
voru synir Markúsar Ivarssonar, sem einnig nefndi sig Sigurð Jónsson, en
303