Tímarit Máls og menningar - 01.09.1978, Qupperneq 88
Tímarit Máls og menningar
var á Stóra-Hrauni, heimili séra Árna heitins, hafi hann þeytt frá sér matar-
skál í bræði. í bókinni: „Á Snæfellsnesi“ er gefið í skyn, að atferli það,
er greinir í ummælunum undir þessum lið, hafi Markús heitinn haft í
frammi í hefndarskyni við sjúkling þann, er þar getur. Eru þau ummæli
ósönnuð og meiðandi, og verða ummælin því ómerkt.“
8. |Mr. 11: ... „Loks sljákkar í Sigurði, áður en hann gerir alveg út
af við hana, hann röltir til rekkju sinnar og háttar.“ ....
9. Bls. 11: .... „„Hún Kristín sagði mér í morgun, að hann Sigurður
hefði sagt henni, að hann skyldi ekki hætta fyrr en ráðskonan dræpist.
Hún skyldi aldrei komast á fæmr aftur.“
Eg sá nú eftir á að þetta var tilgangur Sigurðar“ ....
10. Bls. 11: .... „Þegar við erum komnir í fjárhúsin, svífur Sigurður
þar inn ævareiður og skammar mig fyrir að fara með skoðunarmennina
þangað út án síns leyfir. Hvort ég viti ekki, að það sé hann, en ekki ég,
sem eigi að gæta fjárins.“ ....
11. Bls. 12: .... „Þá ætlaði Sigurður að verða alveg vitlaus.“ ....
Alit dómarans á 8.—11. lið: „Ummæli þessi eru meiðandi og til þess
fallin að varpa rýrð á minningu föður stefnenda, og ber að ómerkja þau.“
12. Bls. 13: ... „Eg var sannfærður um, að Sigurður átti ekki neitt
annað erindi en að finna mig í fjöru. Eg svaf einn í stofu undir baðstofu-
lofti og útidyrahurðin aðeins klinkuð aftur. Má vera, að hundurinn hafi í
þetta sinn bjargað lífi mínu.“ ....
Alit dómarans: „Ekki er efni til að ómerkja orðin: „Eg svaf ......
klinkuð aftur“, en að öðru leyti eru ummæli þessi mjög meiðandi, og ber
að ómerkja þau.“
13. Bls. 14: • ■ • „Þegar við erum komnir út á fjöruna, sjáum við, hvar
Sigurður kemur ríðandi og ríður mikinn og öskrar grimmdarlega, og sé
ég blika á ljá í hendi hans.“ ....
Alit dómarans: „I réttarrannsókn þeirri fyrir lögreglurétti Snæfells- og
Hnappadalssýslu, er áður getur, viðurkenndi Markús heitinn, að einhverju
sinni hefði hann komið í fjöru, þar sem menn séra Árna heitins hefðu
verið að hirða reka, og hefði hann (Markús) haft ljáblað í hendi. Mun
Markús heitinn, er þá var búsettur á Litla-Hrauni, hafa talið reka á fjöru
þessari tilheyra þeim bæ. Með ummælum þeim, sem undir þessum lið
greinir, er gefið í skyn, að framkoma Markúsar heitins hafi verið ógnandi,
en það er eigi nægilega sannað. Verður að telja ummælin óviðurkvæmileg
og verða þau því ómerkt.“
306