Tímarit Máls og menningar - 01.09.1978, Síða 93
Tveir meiðyrðadámar yfir Þórbergi
sem þau eru til þess fallin að varpa rýrð á minningu Ástríðar sálugu, verða
þau ómerkt.“
9. Bls. 196: .... „Og í annað skipti komst hún svo að orði:
„Eg vildi ég ætti ráð á Helvíti mánaðartíma. Þá skyldi ég setja And-
skotann inn“.“ ....
Alit dómarans: „Svo virðist, sem ummæli þau, sem hér eru tilgreind
eftir Astríði sálugu, hafi hún átt að viðhafa í umtali um Árna prófast Þór-
arinsson. Með vísan til þess, sem segir um 8 hér að framan, verða ummæli
þau, er greinir undir þessum lið, ómerkt.“
10. Bls. 197: .... ,,„Ég á nú eftir mörgu að mæta. Ég finn nú, að líf
mitt hefur ekki verið sem skyldi. Ég hef gert sumum rangt til og ekki síst
séra Árna“.“
Alit dómarans: „Ummæli þessi er Ástríður sáluga talin hafa viðhaft
eftir að hún var orðin rúmföst, þrotin að heilsu. Enda þótt ekki hafi verið
færðar sönnur á, að hún hafi viðhaft ummæli þessi, þykja orðin: „Ég á
nú........verið sem skyldi“ ekki þess eðlis, að nægileg ástæða sé til að
ómerkja þau. Hins vegar eru orðin: „Ég hef.......ekki síst séra Árna“,
þess efnis, að óviðurkvæmilegt er fyrir minningu móður stefnenda, og verða
þau því ómerkt.“
11. Bls. 197: .... „„Þegar ég kom þangað, var séra Árni þar fyrir
sem fyrsti sáttanefndarmaður. Þá hugsaði ég, þegar ég sá hann, að nú gæti
hann náð sér niðri á mér, því að ég hafði ýmsu kastað til hans í orðum,
enda væri hægur leikur að ráða við mig, fátæka og varnarlausa ekkju, sem
engan hafði með mér“.“ ....
Alit dómarans: „Ummæli þessi eru talin höfð eftir Ástríði sálugu í sama
skipti og ummælin undir 10. Ekki þykir ástæða til að ómerkja orðin:
„Þegar ég........ fyrsti sáttanefndarmaður.“ Að öðru leyti eru ummæli
þessi slík, að meiðandi er fyrir minningu móður stefnenda, og þar sem
þau eru ósönnuð verða þau því ómerkt.“
12. Bls. 199: ,,„Þó að sjálfur Andskotinn kæmi, þá gæfi ég honum
kaffi“.“
Álit dómarans: „Orð þau, sem hér eru talin höfð eftir Ástríði heitinni,
eru í fyrrnefndri bók nefnd sem dæmi um gestrkni hennar. Þegar þetta er
virt, þykir ekki ástæða til að ómerkja ummælin."
Loks var Þórbergi gert að greiða stefnendum kr. 350,00 í málskostnað
eins og í hinu málinu.
311