Tímarit Máls og menningar - 01.09.1978, Page 96
Steinar Sigurjónsson
Ég reyni hvað ég get
Af hverju sagði ég nei þegar félagar æsku minnar sögðu já og gengu burt
að hneigja sig og tala?
Skauta, svell og rjóðar kinnar Evu bar mér fyrir augu um árin löng, en
ég lifði ekkert, heyrði ekkert nema velktan frakka minn blakta um gífur-
legar nætur, og berjaxla kvikindi heyrði ég gráta, og ég þagði í fýlu hjá
skúrum og hreysum.
Eg hef legið um daga í þögn. Kinnar mínar eru ekki jafn rjóðar sem
fyrr og héðan af mundi ekkert breytast þótt ég héldi áfram að anda. Ég
hef þreyst, en brauð mitt ét ég þurrt.
I gær gaf mér maður einn salad, en það varð að orði í lífi mínu, og
orðið kom bleikt yfir sjávarblátt drenglyndi mitt; en þegar ég neyti smérs
— það snýr mér í hríngi, og ég fer að hugsa um Evu; en oft hef ég liðið
pínur af þrá til Freyju landsins, ausið fé í vín og gengið túnglsjúkar
göngur með flöskur. Ég þreytist af engu og kýs ekkert en vil eitthvað
þótt aldrei gerist neitt.
Ég held mig hafi hrakið lángt frá því fylgsni þar sem ég löngum hló
mínu lífi. Ég held ég hefði átt að hlæja meir en ég hló í æsku og segja
já heldur en nei þegar félagar mínir sögðu já, í stað þess að slíta sundur
ketti og spillast í skúrum. Ég veit ekki hvers vegna ég fór minn veg.
Og enn eru nei mín ónýt. Ef ég legði þau á vegasaltið hennar Evu litlu
mundu þau sitja kyrr á sínum enda og stara á hana. Ég held þau mundu
gleyma að þau væru nei en horfa á hlámr hennar og verða já.
I gær mætti ég frænda mínum á torginu og hann ruddi hósta sínum
og hlátrum yfir mig, en síðan hefur hjálparleysið herjað mig enn ákafar.
Þótt ég hafist ekkert að er ég hræddur. Yfir höfði mér eru baugar og þeir
fylgja mér eftir og þýngja á mér, en síst lángaði mig að gánga á vatni
þótt ég gæti. Nema frændi var í frakka og sagði, með hendur í vösum,
hve margar konur hann hefði lagt að vori. Hann hóstaði sögum sínum og
spýtti á torgið og það drundi í miðjum bænum af fjálgi hans. Ég mátti
314