Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1978, Síða 103

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1978, Síða 103
„Islenski skólinn" og Hrafnkelssaga hin fornu rit okkar. Því verður ekki neitað að á síðustu árum hafa áhrif íslenska skólans dofnað, einkum erlendis, því að margir hyggja að munn- mæli hafi haft meira gildi fyrir gerð hinna skrifuðu sagna en bókfestu- menn vilja vera láta. Af handahófi skulu nefndir Þjóðverjarnir Kurt Schier og Dietrich Hofmann, Bandaríkjamaðurinn Theodore M. Anderson, Sovét- maðurinn Steblin-Kamenskij og Svíinn Lars Lönnroth, en þessir menn hafa allir skrifað merk rit um íslenskar fornsögur. Aðrir eru tregir að fallast á slíkar skoðanir og hafa dæmi þess komið fram í tveim nýlegum heftum þessa tímarits í skrifum þeirra Peters Hallberg og Hermanns Páls- sonar1 en tilefni beggja eru tvær ritsmíðar frá árinu 1976, önnur eftir Dietrich Hofmann en hin eftir undirritaðan.2 Höfðum við Hofmann hvor í sínu lagi komist að þeirri niðurstöðu: að verulegar líkur benm til munn- mæla að baki Hrafnkelssögu og myndi því kenning Sigurðar Nordal um hana sem skáldlegan uppspuna röng. Af fyrri rimm þeirra Hermanns Páls- sonar og Peters Hallberg er Ijóst að þeir hafa báðir lagt efalausan trúnað á áðurnefnda skáldskaparkenningu íslenska skólans, hinn fyrrnefndi meira að segja byggt á henni þrjár bækur auk styttri greina. Um túlkun á sög- unni greinir þá hins vegar á en það get ég leitt hjá mér að þessu sinni. Eg er þeim H. P. og P. H. þakklámr fyrir að hafa haldið áfram umræð- um um þetta efni. Hins vegar þótti mér mat þeirra á aðalröksemdum okkar Hofmanns ófullnægjandi. Raunar tók H. P. aðeins eitt atriði til meðferðar: draum Hallfreðar í upphafi sögunnar. Hann vekur athygli á að draumsagan kunni að rekja rætur til biblíunnar, nánar tiltekið til Jósúabókar, eða ein- hvers húmanistarits frá miðöldum. Rökin fyrir þessu eru í veikara lagi enda fullyrðir Hermann þetta engan veginn en andmælir því sem hann segir skoðun okkar Hofmanns „aS draumurinn sé upphaflegur og eigi rætur sínar að rekja til landnámsmannsins“ (bls. 90, leturbr. mín). Nú læt ég liggja milli hluta hvort lærð rit hafi haft áhrif á það hvernig sagt var frá draumi Hallfreðar í Hrafnkels sögu. Það verður hvorki sannað né útilokað.3 Hins vegar verð ég að gera athugasemd við túlkun Her- 1 Peter Hallberg: Hrafnkels saga á nýjan leik. Tímarit M. o. m. 3. h. 1977 og Hermann Pálsson: Vitrun í Hrafnkels sögu, 1. h. 1978. 2 Dietrich Hofmann: Hrafnkels und Hallfreðs Traum: Zur Verwendung miind- licher Tradition in der Hrafnkels saga Freysgoða. Skandinavistik 1976. Oskar Halldórsson: Uppruni og þema Hrafnkels sögu. Reykjavík 1976. 3 Bending eins og draumur Hrafnkels er ekkert einsdæmi í Landnámabók. Ekki færri en 10 landnámsmenn aðrir hlutu leiðsögn æðri máttarvalda áður en þeir 2 1 TM.U 321
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.