Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1978, Side 113

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1978, Side 113
þeirra, þ. e. mæðra rannsóknarbarnanna. Af þeim urðu 66% að láta sér barna- fræðsluna nægja, rúmur fjórðungur naut gagnfræðanáms eða fagmenntunar til starfs, en 7.5% sóttu menntaskóla og einhverjar þeirra luku háskólanámi. Af 27 móðuröfum í 6. stétt komu rúmlega 70% dætrum sínum upp í menntaskóla og einhverjum þeirra gegnum háskóla- nám. Þessar tölur eru aðeins sýnishorn, gripin út úr víðu samhengi; þær sanna það sem á var bent, að leið unglinga úr erfiðisstéttum til æðri menntunar var nærfellt lokuð og bitnaði það harðar á stúlkum en piltum. I töflunum, sem ég nefndi og greip þessi atriði út úr, eru dregnar fram fjölþættar samfélagslegar staðreyndir, sem engin tök eru á að ræða hér. Næst taka bókarhöfundar tekjuskipt- ing þjóðfélagsins til athugunar. Tekjur foreldra ráða vitanlega miklu um það, hve lengi ungmenni getur sótt skóla, eftir að lögboðinni fræðslu lýkur og það kemst á vinnufæran aldur. Hjá lág- tekjustéttum hefir þetta löngum verið mörgu gáfuðu ungmenni ókleifur vegar- tálmi. En það er ærnum vanda bundið hér á landi að áætla tekjur eftir atvinnu- stétt og menntun, því að tekjuskipting er víða óljós og tekjur jafnvel ekki í samræmi við hina formlegu stéttagrein- ing. Að þessu leiða höfundar ýmis rök, þótt ekki verði talin hér. Með smðningi af mistraustum heimildum skipa þeir tekjum í fimm stig; með því að kanna, hvernig feður rannsóknarbarnanna skip- ast skv. þessari tekjuflokkun draga þeir fram ýmsar athyglisverðar staðreyndir. Þrír a. h. úr atvinnustétt 1 og færri en 1 % úr stéttum 2, 3 og 4 búa við lægsta launastigið, en við slíkar tekjur býr eng- inn í stétt 5 og 6. Feður sem teljast í Umsagnir um bcekur atvinnustétt 1 eru 288. Allur þorri þeirra (86.5%) býr við tekjustig 2 eða 3, 10.5% ná upp í tekjustig 4, en eng- inn upp í stig 5. Til atvinnustéttar 6 teljast 84 feður; 9.5 % búa við tekjustig 5, 64.3% við stig 4, 26.2% við stig 3, en enginn þeirra fellur niður á tvö lægsm tekjustigin. — Aðeins sem dæmi og ábending em þessar tölur gripnar út úr heildstæðri töflu höfunda. Saman- burður á tekjum atvinnustéttanna kem- ur ljóst fram á línuriti 7 (bls. 71). Framangreind skipan eftir mennmn, stétt og tekjum hvílir á ótraustum grunni, eins og höfundar taka skýrt fram. Hún riðlast einnig margvíslega við makaval. Uppruni karls og konu úr ólík- um stétmm hindrar sjaldan gifting. Karlar finna tíðum konuefni sitt í stétt, sem auðkennist almennt af minni mennmn og rýrari tekjum en þeirra eigin. Þessu veldur, að stúlkur hafa haft takmarkaðri aðgang að menntun en pilt- ar, en flytjast síðan við hagkvæma gift- ing upp í bemr setta stétt eiginmanns- ins. Andhverft samfélagsstreymi er ekki fátítt. Almennt má segja að stéttabil í íslenzku samfélagi séu ekki jafn skörp og bindandi og tíðkast hjá ýmsum öðr- um þjóðum. Asamt atvinnutekjum ræður fjöldi barnanna miklu um efnahag foreldra og tök þeirra á að koma þeim til mennta. Tækniþróun í iðnaði hefir — ef svo má segja — breytt samfélagsaðstöðu barnsins. „Eins og kunnugt er dregur vaxandi siðmenning úr frjósemi kvenna“ (bls. 75). Þetta er þáttur í víðtækri sam- félagsbyltingu. I bændasamfélagi óx bernskan sem kærkomið vinnuafl beint inn í störf foreldranna, en hið tækni- þróaða þjóðfélag krefst langrar skóla- göngu og dýrrar sérmennmnar henni til handa, áður en hún telst hlutgeng til 331
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.