Tímarit Máls og menningar - 01.09.1978, Qupperneq 116
Tímarit Máls og menningar
herða höfundar með nokkrum saman-
burðardæmum (bls. 117).
Líku máli þykir þeim gegna með
námseinkunnir drengja og stúlkna; ná-
kvæm greining leiðir þar verulegan
mun í ljós. I barnaskóla „... ná stúlkur
úr öllum stéttum töluvert betri árangri
en drengir. T. d. ná 42.3% drengja upp
í tvö efstu bil einkunnastigans (8—10),
en 56.6% stúlkna. Af drengjum hljóta
24.3% einkunn lægri en 7, en aðeins
15.3% stúlkna, ef þrjú lægstu einkunna-
bilin eru dregin saman. Þannig ásann-
ast kynbundinn munur á báðum vængj-
um einkunnadreifingarinnar' (bls. 118).
Höfunda furðar nokkuð á þessari síðar-
nefndu niðurstöðu; þeir telja hana stang-
ast á við áður fundnar greindarvísitölur
kynjanna, sem reyndust yfirleitt hærri
hjá drengjum. Þess ber þó að gæta, að
námsárangur ræðst ekki af mælanlegri
greind einni saman. Samkvæmt töflum
37 og 38, sem sýna greindarþroska
drengja og stúlkna i báðum meginþátt-
um Wechslerprófsins, virðist greindar-
munur kynjanna ekki mikill og jafnast
að mestu út í heild. Greindarmunur er
aftur á móti mikill innan hópsins af
hvoru kyni um sig og af þeim sökum
verða tilfærslur á einkunnastiganum,
þegar námsefnið þyngist. Tæplega 40%
hvors kyns um sig ná einkunn 8—8.9;
einkunn 9—10 ná 17.2% stúlkna en
aðeins 6.5% drengja. Þessar háu tölur
kunna að einhverju leyti að stafa af því,
að námskröfur barnaskólans eru vægar
og stúlkur fullnægja þeim með ástund-
un og nostursemi fremur en drengir.
Höfundar leitast þó við að skýra fyrr-
greint misræmi út frá öðrum sjónar-
miðum, m. a. kenningunni um linku-
nemendur (underachievers) og hörku-
nemendur (overachievers). Eflaust má
finna slík börn i rannsóknarhópi þeirra,
en ekki skal orðlengt um þau hér.1
A unglingaprófi kemur einkunna-
munur á kynjunum ekki miklu skýrar
fram. Börn af báðum kynjum flytjast
niður eftir einkunnastiganum, drengir
nokkru meir en stúlkur. A bilinu 6.0—
8.9 er hundraðshluti stúlkna ofurlítið
hærri í heild, en upp í efsta stig (9—
10) ná miklu færri en á barnaprófi,
3% drengja og 2.4% stúlkna. Dreifing
barnanna úr hverjum stéttarhópi á ein-
kunnastigann verður ekki rakin hér, þó
að fróðlegt gæti verið að bera saman
ýmsa töluliði. Höfundar setja fram
nokkrar tilgátur um ástæður til ofan-
greindra breytinga, en um þær verð ég
að vísa til bókar þeirra.
Áður en ég vík að tveimur síðustu
köflum aðaltextans, sem eru að nokkru
sér um efni, vil ég drepa stuttlega á
form og frágang. Bókin er ljósprentuð
í stóru broti, 172 blaðsíður. I venjulegu
bókarbroti, með sama letri og rausn i
uppsetningu, losaði hún ríflega 400
blaðsíður. Hér er því ekki um smáverk
að ræða. Vel má greina að tveir höf-
undar með ólíkan stíl hafa samið text-
ann. Töflurnar eru eflaust unnar í tölv-
um. Bókin er mónógrafía í fremur
þröngum skilningi; nöfn annarra rann-
sóknarmanna eru að vísu víða nefnd
innan sviga, en kenningar þeirra varla
nokkru sinni bornar saman við eigin
niðurstöður. Þessi háttur veldur því, að
textinn ber skýrslugerðarkeim. Pappír
er góður og letrið skýrt. Eg hefi ekki
leitað að prentvillum, en samt rekizt á
fáeinar. Tvær þeirra hafa höfundar
1 Sjá Matthías Jónasson: Frumleg sköp-
unargáfa, bls. 298—307.
334