Tímarit Máls og menningar - 01.12.1978, Side 42
Tímarit Máls og menningar
Orðinu maður fylgja einnig nánari skilgreiningar, en þar er enginn ung-
ur og ógiftur, Ijós á brún og brá, íturvaxinn eða fallegur & heimskur, því
síður nokkur sem er ósmekklega klæddur, sviptir sig klæðum, duflar eða
er með brókarsótt. Aftur á móti má þar m. a. finna akartdi mann, óstjóm-
lega drykkfelldan mann, djöfulóðan mann og mann utan þjóðkirkjunnar,
einnig mann á launum, mann ráðkcenan í samningum og mann í hárri og
virðulegri stöðu. Sem rökrétt framhald þeirrar kynferðislegu myndar sem
gefin er af konunni, stendur hér um orðið kerling:
kerling: old woman, beldam(e), crone.
kerling (illgjörn, viðbjóÖsleg): hag.
kerling (Ijót): ugly; old woman, hag.
Orðin karl og kerling eru ekki nema sjaldan hliðstæður í íslenskri mál-
notkun, og þá helst í föstum orðasamböndum eða sem gæluorð, t. a. m.
við óvita. Karl er notað um karlmenn á öllum aldri og svarar því meir
til orðsins kona. Kerling er hins vegar gömul kona, sem af þeim sökum
er ekki lengur gjaldgeng í því kynhlutverki sem karlveldið krefst. Það er
einkar athyglisvert, að ekkert sérstakt orð, sem svara myndi til kerling,
hefur verið notað um gamla karla. Sömu sögu er reyndar að segja um
orðin jómfrú, ungfrú og titilinn frú, sem lýsa sömu hugmyndafræði og
eiga sér ekki neina hliðstæðu í máli notuðu um karlmenn.
Þegar Sigurður A. Magnússon teflir fram orðunum kerling og karlfausk-
ur sem jafngildum, athugar hann ekki, að neikvæði þátmrinn í því fyrr-
nefnda felst einfaldlega í kynbundinni merkingu þess, þeirri vísun sem
það hefur til gamallar konu, en orðið karl hefur þarfnast viðbótarinnar
fauskur til að öðlast svipaða merkingu. Þannig nægir orðið kerling eitt
sér til að vekja neikvæð hugrenningatengsl, og í fjölmörgum samsetning-
um, s. s. kerlingareyra, kerlingarferð, kerlingarhjarta, kerlingarlán, kerling-
arsál, — og kerlingarbók, þjónar það því hlutverki að lýsa aumlegu eða
úr sér gengnu ástandi stofnorðsins. Hliðstæða merkingu orðsins karl er
ekki að finna. í samsetningum eins og karlagrobb og karlaraup felst nei-
kvæðnin í stofnorðinu, en að öðru leyti má oft sjá að forliðurinn karl-
er beinlínis jákvæðrar merkingar, og nægir þar að benda á orðin karl-
maður, karlmannlegur og karlmennska.
Málið speglar ekki aðeins ríkjandi hugmyndafræði hvers tíma, heldur
er það íhaldssamt og vinnur gegn þjóðfélagslegum breytingum, eins og
t. a. m. kvenfrelsi. Lýsandi dæmi þessa er einmitt orðið kerlingabcekur.
372