Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1978, Page 42

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1978, Page 42
Tímarit Máls og menningar Orðinu maður fylgja einnig nánari skilgreiningar, en þar er enginn ung- ur og ógiftur, Ijós á brún og brá, íturvaxinn eða fallegur & heimskur, því síður nokkur sem er ósmekklega klæddur, sviptir sig klæðum, duflar eða er með brókarsótt. Aftur á móti má þar m. a. finna akartdi mann, óstjóm- lega drykkfelldan mann, djöfulóðan mann og mann utan þjóðkirkjunnar, einnig mann á launum, mann ráðkcenan í samningum og mann í hárri og virðulegri stöðu. Sem rökrétt framhald þeirrar kynferðislegu myndar sem gefin er af konunni, stendur hér um orðið kerling: kerling: old woman, beldam(e), crone. kerling (illgjörn, viðbjóÖsleg): hag. kerling (Ijót): ugly; old woman, hag. Orðin karl og kerling eru ekki nema sjaldan hliðstæður í íslenskri mál- notkun, og þá helst í föstum orðasamböndum eða sem gæluorð, t. a. m. við óvita. Karl er notað um karlmenn á öllum aldri og svarar því meir til orðsins kona. Kerling er hins vegar gömul kona, sem af þeim sökum er ekki lengur gjaldgeng í því kynhlutverki sem karlveldið krefst. Það er einkar athyglisvert, að ekkert sérstakt orð, sem svara myndi til kerling, hefur verið notað um gamla karla. Sömu sögu er reyndar að segja um orðin jómfrú, ungfrú og titilinn frú, sem lýsa sömu hugmyndafræði og eiga sér ekki neina hliðstæðu í máli notuðu um karlmenn. Þegar Sigurður A. Magnússon teflir fram orðunum kerling og karlfausk- ur sem jafngildum, athugar hann ekki, að neikvæði þátmrinn í því fyrr- nefnda felst einfaldlega í kynbundinni merkingu þess, þeirri vísun sem það hefur til gamallar konu, en orðið karl hefur þarfnast viðbótarinnar fauskur til að öðlast svipaða merkingu. Þannig nægir orðið kerling eitt sér til að vekja neikvæð hugrenningatengsl, og í fjölmörgum samsetning- um, s. s. kerlingareyra, kerlingarferð, kerlingarhjarta, kerlingarlán, kerling- arsál, — og kerlingarbók, þjónar það því hlutverki að lýsa aumlegu eða úr sér gengnu ástandi stofnorðsins. Hliðstæða merkingu orðsins karl er ekki að finna. í samsetningum eins og karlagrobb og karlaraup felst nei- kvæðnin í stofnorðinu, en að öðru leyti má oft sjá að forliðurinn karl- er beinlínis jákvæðrar merkingar, og nægir þar að benda á orðin karl- maður, karlmannlegur og karlmennska. Málið speglar ekki aðeins ríkjandi hugmyndafræði hvers tíma, heldur er það íhaldssamt og vinnur gegn þjóðfélagslegum breytingum, eins og t. a. m. kvenfrelsi. Lýsandi dæmi þessa er einmitt orðið kerlingabcekur. 372
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.