Tímarit Máls og menningar - 01.12.1978, Page 43
Bœkur og „kellingabtskur"
Þegar það um miðjan sjöunda áratuginn er aukið að merkingu og tekið
upp sem ákveðið bókmenntalegt hugtak, er verið að færa fram þá alda-
gömlu karlveldishefð sem í orðinu felst, að ekki sé mark takandi á kon-
um.5
„En við köllum það kerlingasögur og kerlmgabækur'.
Orðið kerlingabók hefur verið til í málinu allt frá fyrstu tíð. í fornmáls-
orðabók Cleasbys og Guðbrands Vigfússonar er það þýtt með an old wo-
man’s story, nonsense, og er það talið sömu merkingar og orðin kerlinga-
saga og kerlinga-vitta. I orðabók Blöndals er orðið þýtt með Kættingesnak,
dum overtro og fleirtalan kerlingabækur með Ammestuesnak. Orðabók
Menningarsjóðs skilgreinir orðið sem kreddu, (heimskulega) hjátrú.6
I fornu máli getur orðið bók merkt frásögn eða saga, sbr. t. a. m. orða-
sambandið að setja saman bækur og nafnið Islendingabók, og er það upp-
runaleg merking þess í orðinu kerlingabók, sbr. einnig samheitið kerlinga-
saga. Við það að vera kennd við kerlingu fá þessi orð merkinguna frásögn
sem ekki er takandi mark á. Frá upphafi Islands byggðar hafa kerlingar
nefnilega haft orð á sér fyrir að vera bæði heimskar og kjöftugar, —
nægir í því sambandi að minna á ýmsar lýsingar á þeim í fornsögum. Af
samsettum orðum sem byrja á kerling og finna má í seðlasafni Orðabókar
Háskóla Islands, vísa mörg til þessa eiginleika hins aldraða kvenkyns. Má
þar nefna orð eins og kerttngarbábilja, kerttngabutt, kerlingafrásaga, kerl-
ingafræði, kerlingargritta, kerttngarhjal, kerttngamas, kerttngaráð, kerlinga-
rugl, kerttngarrökleiðsla, kerlingasaga, kerttngaskröksaga, kerttngaslaður,
kerttngavitta, kerttngaviska og kerttngaþvaður, sem eru nánast samheiti.
I öllum þeim tuttugu og fjórum dæmum sem seðlasafnið hefur um orðið
kerttngabók frá mismunandi tímum, kemur það fyrir í andstöðumerkingu
við það sem upplýstir menn telja rétt. Þannig hefur það einnig verið notað
um lítilfjörlegar bókmenntir, ekki bara á síðustu árum, heldur um aldir.
I formála Guðbrands Vigfússonar að þjóðsagnasafni Jóns Arnasonar
kemur fram, að orðið kerlingabók hefur verið notað um þá tegund þjóð-
sagna sem síðast var farið að safna og t. a. m. Arni Magnússon hirti ekki
um. Um þjóðsagnasöfnun Arna segir hann:
Árni hafði að vísu slíkar sögur [o: þjóðsögur] í mestu óvirðingu og leggur
ekki dulur á að þær sé ómerkar bábiljur, eins og samboðið var gáfnafari
373