Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1978, Síða 46

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1978, Síða 46
Tímarit Mdls og menningar ... í mörgum íslendingasögum, öðrum en þeim sem þegar eru taldar, eru lausavísur sem venja er að telja til dróttkvæða eða dróttkveðskapar. Um rétt faðerni þessara vísna er allmikill vafi.13 Eins og áður er getið merkir orðið maður bæði karlmaður og mann- eskja yfirleitt, og þessi tvíræða merking smitar yfir á starfsheiti, eins og t. a. m. orðið rithöfundur. Þegar þessi orð eru nomð í skrifum um bók- menntir er oft ákaflega óljóst við hvað sé átt, bæði kynin eða aðeins annað. Nánari athugun leiðir þó í ljós, að í augum bókmenntafræðinga eru rit- höfundar karlmenn, nema annað sé tekið fram sérstaklega. Þannig sýna t. a. m. eftirfarandi orð Jóns Helgasonar, að í bókmenntasögu hans „Norges og Islands digtning“ er gengið út frá því sem vísu að skáld séu karlmenn: Fra 13. og 14. árh. kendes næsten ingen kærlighedsdigtning, men dette má sikkert være overleveringens skyld; det er næppe tænkeligt at digterne, sem báde för og senere brugte deres kunst til at göre indtryk pá kvinderne, i disse árhundreder har været tavse.14 Jón Helgason gengur hér einnig fullkomlega fram hjá þeirri staðreynd, að í fornsögum eru konum þó lagðar ástarvísur í munn, og má þar t. a. m. benda á þekktar vísur Ketilríðar í Víglundarsögu. En það er dæmigert fyrir höfundaleit bókmenntasögunnar, að hún gerir ekki ráð fyrir konum sem mögulegum höfundum, jafnvel ekki að kvæðum sem eru lögð í munn og ort í 1. persónu kvenkyns, svo sem Völuspá, Darraðarljóð og ýmis Eddu- kvæða. í grein sem Sigurður A. Magnússon skrifaði árið 1959 um „Islenzkar bókmenntir eftir seinna stríð“ má sjá, að enn eru skáldin karlkyns, ef ekki þau íslensku, þá að minnsta kosti þau erlendu, en grundvallarspurning greinarinnar er sú, hvort íslenskir höfundar séu „minni hugsuðir en er- lendir stallbræður þeirra“.15 Svarið er þetta: Hefur þetta þá ekki breytzt á síðari árum? Jú og nei. Heimsstyrjöldin seinni kastaði íslandi útí hringiðu alþjóðamála og rauf einangrun þjóðarinnar að fullu og öllu. íslenzkir rithöfundar komust í nánari snertingu við um- heiminn og lærðu margt nýtilegt af erlendum skáldbræðrum. En það er einsog við séum ekki enn búnir að jafna okkur.. .le Það er ekki aðeins að kyn rithöfundanna komi fram í orðinu brteður, heldur einnig í beygingarendingu lýsingarháttarins. Við erum ekki búin, heldur búnir. Að vísu má líta svo á að hér sé vísað til málfræðilegs kyns orðsins rithöfundur, sem tekið hafi verið fram yfir það líffræðilega, en í 37 6
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.