Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1978, Síða 111

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1978, Síða 111
undan einni svæsnustu skammaklaus- unni sem birt er úr Verkalýðsblaðinu fer þessi afsökun: „Orðaval og áróðurstónn segja sitt um málflutning kreppuáranna þegar ekki var verið að skafa utan af hlutunum ..." (bls. 95). Á næstu blað- síðu á undan hefur hins vegar verið vitnað í Morgunblaðið þegar það segir að Einar Olgeirsson „ljet yfirleitt eins og fífl og aumingi", en því fylgir eng- in áminning um að svona hafi nú orð- bragðið verið á þessum árum. Stöku sinnum sleppur úr pennum höfunda beint gildismat, eins og þegar segir: „Með samhjálp tókst að brjóta kúgunarlögin um sveitaflutninga og fullnægja réttlætinu" (bls. 139). Eða: „Þeir sem fyrr um daginn höfðu sam- einast í réttlátri reiði ...“ bls. 244). Svona mætti halda áfram, en við skul- um heldur líta á aðra hluti. I eftirmála bókarinnar kalla höfund- ar framieiðslu sína blaðamennsku-sagn- fræði. Mér finnst það einkar lýsandi orð. Bókin er eins og afkvæmi tveggja for- eldra, blaðamennsku og sagnfræði. (Með því á ég ekki við að hún sé undan sagn- fræðingnum Olafi og blaðamanninum Einari Karli; ég veit að Olafur er líka reyndur blaðamaður og Einar Karl er stjórnmálafræðingur sem er næstum sama og sagnfræðingur.) Þvi er kannski forvitnilegast að athuga hvað bókin hef- ur frá hvoru foreldra sinna og hvers hún hefur farið á mis frá þeim. Og þar sem ég þykist vera sagnfræðingur en ekki blaðamaður hlýt ég helst að taka eftir hvers hún hefur misst miðað við að hún væri eingetið afkvæmi sagnfræð- innar. Með því meina ég þó ekki að nokkuð þurfi í sjálfu sér að vera at- hugavert við að skrifa annars konar rit um raunverulega atburði fortíðar en hreinræktaða sagnfræði. Umsagnir um btskur Fyrst er þess að geta, að bókin er að frágangi og yfirbragði talsvert fræðileg. Vitnað er samviskusamlega til heimilda, meira að segja neðanmáls eins og fræði- mönnum þykir best. Að vísu eru stund- um notaðar eftirheimildir þar sem frum- heimildir væru nærtækar (t. d. á bls. 137), og langt er frá því að alls staðar séu allar tiltækar heimildir kallaðar tii vitnis. En þær góðu gömlu fræðikröfur verða varla nokkru sinni uppfylltar hvort sem er þegar fjallað er um sögu 20. aldar. Þær eru settar fram með mið- aldasögu í huga og venjulega sniðgengn- ar umyrðalaust þegar kemur að miklu heimildaauðugri tíma. Helstu annmarkar bókarinnar frá fræðilegu sjónarmiði eru af allt öðru tagi. Einn sá helsti að mínum dómi er sá að Gúttóslagnum 9. nóvember er gert of hátt undir höfði. Að vísu er sagt frá mörgu öðru. Rakin eru stéttaátök ársins 1932 víðs vegar um land og dregin upp mynd af lífi alþýðu á kreppuárunum. En samt sem áður er 9. nóvember túlk- aður sem hápunktur stéttaátakanna, og flest annað er rakið svo sem eins og til skýringar á hvers vegna hápunktinum var náð. Stórviðburðurinn er það sem máli skiptir, samfélagsaðstæður og ferill atburða að öðru leyti þjóna undir hann. Saga af þessu tagi orkar á mig sem dálítil afbökun á raunveruleikanum. Mér fannst bókin athyglisverðust þar sem hún fór út í breiðasta þjóðfélags- lýsingu, og þar langaði mig mest til að fá að vita meira. Svo aðeins eitt dæmi sé tekið er forvitnilegt að kynnast því hvað fólk leit á það sem alvarlegt böl þegar húsmóðirin hafði atvinnu en heimilisfaðirinn ekki og hlutverkaskipt- ing heimilisins snerist þannig við. Þar er velt upp óvæntri hlið vandans en alveg skiljanlegri þegar bent hefur verið á 441
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.