Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1979, Page 132

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1979, Page 132
‘Tímarit Máls og menningar fyrir utan og ofan sjálfa mig.“ (12) J>ennan eiginleika á hún t. d. sameig- inlegan með Önnu Dóru, söguhetju Guðlaugs Arasonar í Eldhúsmellum, og báðar notfæra þær sér þennan hæfileika við sömu aðstæður: Þegar þeim finnst þær niðurlægðar. Þetta er úrlausn þess sem veit að hann gemr ekki breytt neinu, hann er áhrifalaus. Hvers vegna segir Stefanía frá? Stefanía er gift, verður ólétt án þess að ætla sér það, eignast barn og flyst til Svíþjóðar með fjölskyldu sína. Þetta þykja kannski ekki sögur til næsta bæj- ar. Hvers vegna segir Stefanía sögu þess- ara mánaða, hvað er það sem hún vill miðla okkur með frásögn sinni? Sagan er sögð í nútíð, jafnóðum og hún gerist. Stefanía límr því ekki yfir farinn veg og rifjar þessa atburði upp. Lesandi fær raunar á tilfinninguna að hún muni helst ekki rifja þessa atburði upp seinna, hún lokar þá inni, en með- an þeir eru að gerast verður að láta þá gerast upphátt. Stefanía á engan trún- aðarvin, hún er e.t.v. ólík jafnöldrum sínum að því leyti að hún á enga vin- konu í sögunni, bara fjölskyldu. Hún gemr ekki talað við neinn. Nema les- anda. Stefanía skilur ekki hvernig á því stendur, en hún sér alltaf bemr og bet- ur að það er ekki tekið mark á konum. Hún segir lækninum að hún hafi verið á pillunni, þegar hún fær að vita að hún sé ólétt. „— Það er nóg að gleyma að taka pilluna í eitt skipti, segir hann. Ætli hann hafi ekki heyrt hvað ég sagði?" (13) Hún hefur ekki misst úr dag, en á því er ekki tekið mark. Og læknirinn „bætir því við að allar séum við eins, engin vilji viðurkenna að hún hafi gleymt að taka pillu.“ (13) Annar læknir hafði áður sagt henni „að Stefán myndi fæðast síðast í maí, þó ég segðist eiga von á mér í apríl. „— Frumbyrjur reikna oft skakkt, sagði hann brosandi." (104) Konur em allar eins, þekkirðu eina þekkirðu þær allar. Tengdamamma hafði heldur „aldr- ei vit á neinu" (66), og sálfræðingurinn tekur ekkert mark á Rúnu, sem er gift frænda Stefaníu. Hryllilegasta dæmið í bókinni um það hvernig karlar leiða konur hjá sér, ýta vandamálum þeirra og skoðunum frá sér og loka þær inni er lýsingin á hjónabandi Einars og Rúnu. Sú saga verður því miður ekki nógu ítarleg því hún er sögð utan frá, en nógu er hún skýr. Einar tekur ekki mark á Rúnu. Hann er sá karlmaður í sögunni sem lengst gengur í því að útiloka sig frá því sem hann vill ekki heyra og skilja og þar með bæla og berja niður þarfir konu sinnar. Allt óþægilegt skal lokað inni. Það er því táknræn athöfn þegar hann læsir Rúnu inni í svefnherbergi. Og hún afmáir endanlega persónuleika sinn þegar hún hendir sér út um glugg- ann. Stefanía kemst að því að konur eiga að vera eins og forskrift karla segir til um og allar í sama mótinu eins og áður gat, sbr. umræður þeirra Rúnu um goð- sögnina um móðurina (30—31) og þeg- ar Stefanía segir: „Kvenfólk er alltaf á einhverjum aldri ... kynþroskaaldri, barneignaraldri og breytingaraldri." (170) Ef konur falla ekki inn í þetta munstur eru þær afbrigðilegar og ekki mark á þeim takandi: „Skrýtið, karlmenn rengja alltaf geðheilsu okkar þegar við erum ekki sammála þeim,“ segir Hólm- fríður móðursystir Stefaníu. (158) Og ef þær verða verulega óþægilega afbrigði- legar verður að beita þær ofbeldi. Þetta 122
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.