Tímarit Máls og menningar - 01.03.1979, Qupperneq 132
‘Tímarit Máls og menningar
fyrir utan og ofan sjálfa mig.“ (12)
J>ennan eiginleika á hún t. d. sameig-
inlegan með Önnu Dóru, söguhetju
Guðlaugs Arasonar í Eldhúsmellum, og
báðar notfæra þær sér þennan hæfileika
við sömu aðstæður: Þegar þeim finnst
þær niðurlægðar. Þetta er úrlausn þess
sem veit að hann gemr ekki breytt neinu,
hann er áhrifalaus.
Hvers vegna segir Stefanía frá?
Stefanía er gift, verður ólétt án þess að
ætla sér það, eignast barn og flyst til
Svíþjóðar með fjölskyldu sína. Þetta
þykja kannski ekki sögur til næsta bæj-
ar. Hvers vegna segir Stefanía sögu þess-
ara mánaða, hvað er það sem hún vill
miðla okkur með frásögn sinni?
Sagan er sögð í nútíð, jafnóðum og
hún gerist. Stefanía límr því ekki yfir
farinn veg og rifjar þessa atburði upp.
Lesandi fær raunar á tilfinninguna að
hún muni helst ekki rifja þessa atburði
upp seinna, hún lokar þá inni, en með-
an þeir eru að gerast verður að láta þá
gerast upphátt. Stefanía á engan trún-
aðarvin, hún er e.t.v. ólík jafnöldrum
sínum að því leyti að hún á enga vin-
konu í sögunni, bara fjölskyldu. Hún
gemr ekki talað við neinn. Nema les-
anda.
Stefanía skilur ekki hvernig á því
stendur, en hún sér alltaf bemr og bet-
ur að það er ekki tekið mark á konum.
Hún segir lækninum að hún hafi verið
á pillunni, þegar hún fær að vita að
hún sé ólétt. „— Það er nóg að gleyma
að taka pilluna í eitt skipti, segir hann.
Ætli hann hafi ekki heyrt hvað ég
sagði?" (13) Hún hefur ekki misst úr
dag, en á því er ekki tekið mark. Og
læknirinn „bætir því við að allar séum
við eins, engin vilji viðurkenna að hún
hafi gleymt að taka pillu.“ (13) Annar
læknir hafði áður sagt henni „að Stefán
myndi fæðast síðast í maí, þó ég segðist
eiga von á mér í apríl.
„— Frumbyrjur reikna oft skakkt,
sagði hann brosandi." (104) Konur em
allar eins, þekkirðu eina þekkirðu þær
allar. Tengdamamma hafði heldur „aldr-
ei vit á neinu" (66), og sálfræðingurinn
tekur ekkert mark á Rúnu, sem er gift
frænda Stefaníu.
Hryllilegasta dæmið í bókinni um
það hvernig karlar leiða konur hjá sér,
ýta vandamálum þeirra og skoðunum
frá sér og loka þær inni er lýsingin á
hjónabandi Einars og Rúnu. Sú saga
verður því miður ekki nógu ítarleg
því hún er sögð utan frá, en nógu er
hún skýr. Einar tekur ekki mark á Rúnu.
Hann er sá karlmaður í sögunni sem
lengst gengur í því að útiloka sig frá
því sem hann vill ekki heyra og skilja
og þar með bæla og berja niður þarfir
konu sinnar. Allt óþægilegt skal lokað
inni. Það er því táknræn athöfn þegar
hann læsir Rúnu inni í svefnherbergi.
Og hún afmáir endanlega persónuleika
sinn þegar hún hendir sér út um glugg-
ann.
Stefanía kemst að því að konur eiga
að vera eins og forskrift karla segir til
um og allar í sama mótinu eins og áður
gat, sbr. umræður þeirra Rúnu um goð-
sögnina um móðurina (30—31) og þeg-
ar Stefanía segir: „Kvenfólk er alltaf
á einhverjum aldri ... kynþroskaaldri,
barneignaraldri og breytingaraldri."
(170) Ef konur falla ekki inn í þetta
munstur eru þær afbrigðilegar og ekki
mark á þeim takandi: „Skrýtið, karlmenn
rengja alltaf geðheilsu okkar þegar við
erum ekki sammála þeim,“ segir Hólm-
fríður móðursystir Stefaníu. (158) Og ef
þær verða verulega óþægilega afbrigði-
legar verður að beita þær ofbeldi. Þetta
122