Tímarit Máls og menningar - 01.03.1979, Page 135
Tíminn sem virtist svona ókeypis
og fyrirhafnarlaus, þrjátíu árum síðar
var hann orðinn sjaldgæfur og eftir-
sóttur í kvikmyndir, kostað trilljörð-
um tii að stæla úr honum bíla, föt og
hárgreiðslur....... Eins og tíminn
verði ekki raunverulegur fyrr en hann
er liðinn — fólk lifni ekki við fyrr en
það er dautt.
(Punktur... bls. 7—8)
Ahuginn fyrir lífinu lifnar ekki
fyrr en það er liðið eða ókomið.
(Eg um mig... bls. 72)
Fjöldi smáatriða flýtur þó auðvitað
með sem hrærir þessa viðkvæmu strengi
í brjósti hvers lesanda sem man sömu
tíma. En þrátt fyrir slíkar angurværar
stemmningar, nostalgíu, eða hvað við
viljum kalla það, sem óneitanlega fylgja
þessum fösm liðum, er grunntónninn
allt annar.
I Punktinum er treginn mjög áber-
andi. En Pétur tregar ekki liðna tíð sem
slíka, hann óskar þess ekki að „þeir
gömlu góðu dagar" væru komnir afmr,
heldur iímr hann beiskur um öxl. Hann
harmar að svo fór sem fór. Hér er um
að ræða eitt mesta umbreytingaskeið
sem dunið hefur yfir íslensku þjóðina
og hvað eftir annað vikið að því að eitt-
hvað upprunalegt, ekta og fallegt hafi
verið eyðilagt. Drengurinn Andri er auð-
vitað aðeins þiggjandi og fórnarlamb,
en fullorðna fólkið er gert að fulltrúum
fyrir mismunandi sjónarmið, látið bera
sekt eða sakleysi þannig að oft stappar
nærri einföldun. Afinn og amman em
fulltrúar fyrir þjóðlega menningu og
þjóðlegar dyggðir. Þau eru upprunaleg,
nægjusöm og vinnusöm og glata ekki
sjálfum sér í umrótinu af því þau eiga
sér rætur í þjóðlegri hefð. Þau eiga sam-
Umsagnir um bcekur
úð höfundar, en Haraldur, faðirinn, full-
trúi hinna nýríku, er gerður að háif-
gerðu skrímsli sem les upp í símann
auglýsingu fyrir Herkúles flösusjampó
meðan sorgin yfir andláti afans stendur
sem hæst.
I Eg um mig frá mér til mín ber
minna á þjóðfélagslegri reiði. Langt er
þó frá því, sem betur fer, að Pémr geti
tekið undir með skáldinu um það að sál
hans sé „sannlega gersneydd pólitískri
reiði“. Hið gagnrýna viðhorf er fyrir
hendi, en yfirleitt er minna predikað.
Oðruhverju sýður þó allrækilega uppúr
og þá er oft einsog öll listræn völd séu
tekin frá höfundi. Sem dæmi má nefna
þegar krakkarnir, þiggjendurnir, fórnar-
lömbin, koma saman í menningarmið-
stöðinni sem fullorðna fólkið hefur
skapað handa þeim, Sæmasjoppunni. Þá
fá þau þessa gusu yfir sig frá höfundi:
Þau voru fyrsta fólkið síðan á sögu-
öld sem hafði aldrei búið við skort.
Eiginlega voru þau ekki íslensk,
þekktu ekki lóu frá spóa. Hinar 154
fuglategundir landsins runnu saman
í „fugla“. Fiskar hafsins samanstóðu
af þessu klassíska „flaki", ýsa og
þorskur voru sama dýr fyrir þeim.
Höfuðáttirnar „hingað" og „þangað".
Og málið! Þau voru alin upp í um-
hverfi sem var svo einhæft að það
var hægt að komast af með já, nei og
„ég meina það“.......(osfrv. Eg um
mig... bls. 56).
Þarna hefur maður á tilfinningunni
að höfundurinn standi yfir persónum
sínum og lesi þeim dóminn fullur af
heilagri reiði og beiskju (sem sjálfsagt
er ekta). En hefði ekki verið nær að
leyfa persónunum sjálfum að sýna ein-
kennin og láta lesandanum eftir sjúk-
dómsgreininguna?
125