Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Side 5

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Side 5
Ádrepur Verkalýðssamtök, hersetan og menntamenn í síðasta hefti tímaritsins skrifaði Magnús Kjartansson ádrepu, þar sem hann gagnrýnir einkum kaflann um hersetuna í lsta maí ávarpi launafólks s.l. vor. Telur hann þar um að ræða „alger umskipti í mati forustumanna launafólks á hernámi íslands og alþjóðlegum forsendum þess.“ Ennfremur segir hann, að verkalýðssamtökin hafi frá öndverðu tekið ríkan þátt í baráttunni gegn ásælni Bandaríkjastjórnar „og má í því sambandi minna á forustu verkalýðs- samtakanna í baráttunni gegn Keflavíkursamningnum og aðild íslands áð stríðsbandalaginu Nató.“ Þótt vandlæting Magnúsar sé ofurskiljanleg, gerir hann verkalýðssamtök- unum alltof hátt undir höfði. Sannleikurinn er því miður sá, að s.l. 30 ár hafa þau naumast hrært legg eða lið í þessari barátm. Með herkjum hefur þó yfirleitt tekist að troða einhverri klausu um hersetuna inn í lsta maí ávörpin í Reykjavík, en það hafa reynst orðin tóm. Á þingum Alþýðusambands íslands voru að vísu á sjötta áratugnum sam- þykktar misjafnlega skorinorðar yfirlýsingar gegn Keflavíkursamningnum og hersetunni, en ekki gegn Nató, og eftir 1960 kom engin samþykkt um her- málið frá ASÍ-þingum, þar til á því síðasta árið 1976. Það er reyndar í fyrsta skipti sem ASÍ mótmælir veru okkar í Nató. En jafnvel þessi samþykkt hefur reynst hjóm eitt eins og allar aðrar, og það er enda viðburður, ef tekst að draga verkalýðsleiðtoga fram sem ræðumenn á mótmælafundum gegn hernum og Nató, hvað þá að ASÍ eða önnur verkalýðssamtök hafi nokkurt frumkvæði í þa att. Þessi slappleiki í herstöðvamálinu er í takt við aðra ónáttúru í röðum verka- fólks, sem á síðustu árum birtist í æ vaxandi mæli í andúðarummælum leið- toga þess í garð svokallaðra menntamanna. Nú er í fyrsta lagi harla óljóst, hvernig beri að skilgreina orðið mennta- maður. Ég tek undir með Gunnari Karlssyni, að einna viðfelldnust sé skil- greining Stephans G., að það sé sá sem á til að bjóða „hvassan skilning, haga hönd, hjartað sanna og góða.“ En jafnvel þótt miðað sé við skólagöngu, hví ætti þá t.d. trésmiður eða múrari, sem á að baki 4ra ára nám í iðnskóla, ekki eins að heita menntamaður einsog nýstúdent, sem ekkert hefur lært til hlítar? Ég hef lengi velt því fyrir mér, hvað valdi áðurnefndri andúð. Á því er ekki vafi, að auðvaldspressan hefur með áróðri sínum í þessa átt vafið verka- fólki um fingur sér og kynt undir þeim misskilningi, að „menntamenn“ séu höfuðandstæðingar þess í kjaramálum og nánast arðræni það. Með þessu er athyglin dregin frá hinum raunverulegu arðræningjum og öllu því milliliða- 251
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.