Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Page 5
Ádrepur
Verkalýðssamtök, hersetan og menntamenn
í síðasta hefti tímaritsins skrifaði Magnús Kjartansson ádrepu, þar sem hann
gagnrýnir einkum kaflann um hersetuna í lsta maí ávarpi launafólks s.l. vor.
Telur hann þar um að ræða „alger umskipti í mati forustumanna launafólks
á hernámi íslands og alþjóðlegum forsendum þess.“ Ennfremur segir hann,
að verkalýðssamtökin hafi frá öndverðu tekið ríkan þátt í baráttunni gegn
ásælni Bandaríkjastjórnar „og má í því sambandi minna á forustu verkalýðs-
samtakanna í baráttunni gegn Keflavíkursamningnum og aðild íslands áð
stríðsbandalaginu Nató.“
Þótt vandlæting Magnúsar sé ofurskiljanleg, gerir hann verkalýðssamtök-
unum alltof hátt undir höfði. Sannleikurinn er því miður sá, að s.l. 30
ár hafa þau naumast hrært legg eða lið í þessari barátm. Með herkjum hefur þó
yfirleitt tekist að troða einhverri klausu um hersetuna inn í lsta maí ávörpin
í Reykjavík, en það hafa reynst orðin tóm.
Á þingum Alþýðusambands íslands voru að vísu á sjötta áratugnum sam-
þykktar misjafnlega skorinorðar yfirlýsingar gegn Keflavíkursamningnum og
hersetunni, en ekki gegn Nató, og eftir 1960 kom engin samþykkt um her-
málið frá ASÍ-þingum, þar til á því síðasta árið 1976. Það er reyndar í fyrsta
skipti sem ASÍ mótmælir veru okkar í Nató. En jafnvel þessi samþykkt hefur
reynst hjóm eitt eins og allar aðrar, og það er enda viðburður, ef tekst að draga
verkalýðsleiðtoga fram sem ræðumenn á mótmælafundum gegn hernum og
Nató, hvað þá að ASÍ eða önnur verkalýðssamtök hafi nokkurt frumkvæði
í þa att.
Þessi slappleiki í herstöðvamálinu er í takt við aðra ónáttúru í röðum verka-
fólks, sem á síðustu árum birtist í æ vaxandi mæli í andúðarummælum leið-
toga þess í garð svokallaðra menntamanna.
Nú er í fyrsta lagi harla óljóst, hvernig beri að skilgreina orðið mennta-
maður. Ég tek undir með Gunnari Karlssyni, að einna viðfelldnust sé skil-
greining Stephans G., að það sé sá sem á til að bjóða „hvassan skilning, haga
hönd, hjartað sanna og góða.“ En jafnvel þótt miðað sé við skólagöngu, hví
ætti þá t.d. trésmiður eða múrari, sem á að baki 4ra ára nám í iðnskóla, ekki
eins að heita menntamaður einsog nýstúdent, sem ekkert hefur lært til hlítar?
Ég hef lengi velt því fyrir mér, hvað valdi áðurnefndri andúð. Á því er
ekki vafi, að auðvaldspressan hefur með áróðri sínum í þessa átt vafið verka-
fólki um fingur sér og kynt undir þeim misskilningi, að „menntamenn“ séu
höfuðandstæðingar þess í kjaramálum og nánast arðræni það. Með þessu er
athyglin dregin frá hinum raunverulegu arðræningjum og öllu því milliliða-
251