Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Síða 6

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Síða 6
Tímarit Máls og menningar kraðaki, sem utaná þeim hangir. Enda heyrast verkalýðsleiðtogar núorðið mun sjaldnar hallmæla stóratvinnurekendum eða kaupsýslujöfrum en „mennta- rnönnum". Þetta eru í þeirra munni miklu fremur orðnir „bestu menn“, einsog þeir sjálfsagt eru margir hverjir í sínu einkalífi. Misskilningurinn um hátekjur menntamanna stafar sumparr af því, að margir háskólagengnir menn hafa gerst sjálfstæðir atvinnurekendur, og mætti því gagnrýna þá sem slíka. Verkfræðingar setja upp eigin fyrirtæki eða gerast verktakar, lögfræðingar og viðskiptafræðingar verða kaupsýslumenn, iðnrek- endur eða útgerðarmenn. Tekjur lækna helgast aðallega af lögmálinu um framboð og eftirspurn í heiminum. En allur þorri óbreyttra háskólamanna, sem einungis lifa af launum sínum, t.d. hjá ríkinu, er ekki stórum betur settur tekjulega en verkamenn á hærri launatöxtum, hvað þá sjómenn og iðnaðarmenn. Og það myndi nær engu breyta fyrir verkamenn þótt laun þeirra væru jöfnuð út. Jafnvel prófessorar, sem þráfaldlega er vitnað til sem hápunkts allra hátekjumanna, geta yfirleitt ekki borist meir á en svo að eiga þokkalega íbúð og miðlungsbíl. Ef hægt er að tala um forréttindi þeirra, felast þau miklu fremur í því, að venjulega njóta þeir nokkurrar lífsfyllingar í sínu starfi. Og það er auðvitað meira virði en peningar. Síðustu tilgátuna þyrði ég ekki að bera á borð, ef ég hefði ekki hlotið skilning á henni hjá einni elstu og bestu verkalýðskempu landsins. En hún er sú, að sakir sigursællar baráttu verkalýðshreyfingarinnar fyrir því, að börn alþýðumanna gætu notið skólamenntunar á borð við aðra, hafi flestir þeir, sem nokkur töggur er í, lokið einhverju námi á síðustu áratugum. Þetta hefðu gömlu verkalýðsforingjarnir líka gert, hefði þeim staðið það til boða, þegar þeir voru ungir. Eftir væru þá að mestum hluta þeir, sem vegna nennuleysis eða annarra vandkvæða hafa ekki getað brölt gegnum skóla, en líta hina öfundaraugum af einhverjum sökum. Hersetan og Natóaðildin virðast ekki skipta þetta fólk miklu máli. Og þótt verkalýðsforingjarnir sjálfir séu ekki endilega af sama sauðahúsi, gæti verið skiljanlegt, að þeir túlkuðu að einhverju leyti sjónarmið þessara umbjóðenda sinna. Ég vona af einlægni, að þessi tilgáta sé röng og allt sinnuleysið megi t.d. slcrifa á hinn alltof langa vinnutíma. Ég yrði manna fegnastur, ef mér fyndist ég þurfa að biðjast afsökunar á að hafa sett hana fram. Því að í rauninni er vonlítið um framgang í baráttunni gegn hersetunni sem og fyrir öðrum sam- félagsumbótum án þátttöku og samvinnu alls fjöldans, hvernig sem menn leyfa sér að flokka hann niður. En það er a.m.k. fullvíst, að sl. 30 ár hefur miklu stærri hluti „menntamanna" en verkamanna verið virkur í andófi gegn hersetu á íslandi. Árni Björnsson. 252
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.