Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Side 7
Adrepur
Halldór Laxness og marxisminn
í þeirri afturhaldssveiflu sem um þessar mundir er óaðskiljanlegur hluti af
efnahagskreppu Vesrurlanda sjást áköfustu hugmyndafræðingar borgarastéttar-
innar ekki fyrir í áróðrinum og flækja sig í eftirfarandi þverstæðu: Af jafn-
miklum hluta og Karl Marx er úthrópaður sem úreltur dellumangari er því
haldið fram að þjóðfélög nútímans séu svo gerólík því sem þau voru á öld-
inni sem leið að tii þurfi að koma splunkuný þekking og splunkuný hugtök,
útí hött sé að tala um eignastétt eða borgarastétt svo ekki sé minnst á arðrán
og stéttaskiptingu, við lifum í velferðarþjóðfélögum og tækniþjóðfélögum þar
sem velferðin sé allra og tæknin sömuleiðis. En — spyr nú sá sem ekki veit —
ef hið síðara er rétt, hversvegna í ósköpunum er þá sífellt verið að skera upp
herör gegn þessum löngu látna manni sem ekkert skildi eftir sig utan eigin
vitleysu?
Hvað sem þessu líður fer það ekki á milli mála að Karl Marx er ennþá
sprelllifandi í hugum þeirra sem hvað iðnastir eru að lýsa hann dauðan. Þrátt
fyrir ómælanlegt magn af niðursallandi rökvísi, afhjúpandi skerpu og fræðileg-
um rothöggum er eins og aldrei sé hægt að koma saman endanlegu dánarvott-
orði þessa skelfilega manns. Er þá um annað að ræða en að grípa til hversdags-
legri vopna? Það virðist sem til mikils sé að vinna.
Nú er ég ekki uppnæmur fyrir því þó mannvitsbrekkur Morgunblaðsins
tappi við og við nokkrum dropum af sinni sálargöfgi og sletti þeim í Karl Marx.
Þetta er nú einusinni þeirra rórill og vonandi borgað samkvæmt lögmálinu um
framboð og eftirspurn. Hitt þótti mér lakara þegar ég sá Halldór Laxness kom-
inn í hópinn með óprúttnari samsetning í þessum efnum en frá honum hefur
komið áður. í viðtali við blaðamann Vísis 1. september segir hann, aðspurður
hvort það sé satt að með árunum hafi hann sveigst æ nær þeim sem kenna
sig við hægri:
Já, ætli það ekki. Ætli ég hafi samt verið nógu langt til vinstri til þess
að geta orðið meiri hægri maður en ég er? Eg gekk aldrei í Kommúnista-
flokkinn. En ákaflega sterk áhrif frá mórölskum marxisma, sem boðaður
var af hinum verstu mönnum, og haldið uppi af nokkrum mestu fjölda-
morðingjum sögunnar, höfðuðu til ungra manna af mínum aldursflokki.
Menn gengu mislangt í því að samsamast þessu fagnaðarerindi, ekki ósvip-
að því sem sumir helgir menn samsömuðust guðfræðinni áður fyrri; sumir
standa þarna fastir enn þann dag í dag.
Því miður, eða hvað á ég að segja, hafði ég ekki þessa tilhneigingu á þeim
dögum sem ég komst í tæri við marxismann. Eg var búinn að ganga niður úr
einum skóm á undan, því ég samsamaði mig mjög sterklega kaþólskri þeó-
lógíu á tímabili í æsku. Og þó undarlegt sé, er ekki afskaplega breitt bil þarna
á milli. Mér segja menn sem hafa stúderað heimspeki á frægustu heimspeki-
253