Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Síða 11

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Síða 11
Land, þjóð og tunga kringlunni, lifað í skugga gorkúluhraukanna miklu, á mörkum skapnaðar og óskapnaðar, og sú staðreynd hefur haft áhrif á hvern einstakling, hugs- un hans og viðhorf, hvort sem menn gera sér þess grein eða ekki. Eg minni á þessar alþjóðlegu staðreyndir af ráðnum hug. Sjálfstæði okkar er undir því komið að við fylgjumst sem gerst með öllu því sem á sér stað á heimskringlunni en metum viðbrögð okkar á raunsæjan hátt; því aðeins megnum við að halda sjálfstæðri tilveru. Þegar stóratburðir gerast hættir mönnum við að verða nærsýnir, og sú nærsýni hefur einkennt mjög allt mat okkar á stöðu Islendinga í umheiminum síðustu áratugi. Það hefur verið haft fyrir satt að bandaríska stórveldið hafi hernumið Island í heimsstyrjöldinni síðari áður en það varð styrjaldaraðili í því skyni að geta liðsinnt Bretum á greiðari hátt en áður, og því hafi leiðtogar Islands orðið að stofna lýðveldi á Þingvelli þennan dag fyrir 35 árum með bandarískar hersveitir eins og mý á mykjuskán í landinu. Það hefur verið haft fyrir satt að bandaríska stórveldið hafi í stríðslok krafist her- stöðva á Islandi til eilífðarnóns vegna þess að kalda stríðið hafi þá verið hafið. Það er enn haft fyrir satt að bandarískar herstöðvar á Islandi séu óhjákvæmilegar til þess að raska ekki jafnvægi óttans í skugganum af kjarnorkugorkúlunum. Þessar staðreyndir hafa menn talið sannar, þeirra á meðal ég, þótt mat á réttum viðbrögðum Islendinga við staðreyndunum hafi verið á margvíslega lund. En fyrir nokkrum árum áttaði ég mig á því að þetta voru allt yfirborðs- staðreyndir, ræturnar lágu miklu dýpra. Eg flakkaði þá um vesturströnd Grænlands um tveggja vikna skeið og ástundaði það hátterni mitt á flökku- ferðum að heyja mér af bókum eins mikla vitneskju um landshagi og sögu og ég megnaði. Eg var að lesa langt fyrir norðan heimskautsbaug og miðnætursólin roðaði flotfjöli á sjónum allt í kringum mig, þegar ég sá í sagnfræðiriti um atburði síðustu alda á Grænlandi, að þegar þriðjung- ur lifði nítjándu aldar hefði Bandaríkjastjórn ekki aðeins keypt Alaska af rússnesku keisarastjórninni, heldur og snúið sér til dönsku konungsstjórn- arinnar og farið þess á leit að komast á hliðstæðan hátt yfir Grænland og ísland. Um þetta hafði ég aldrei heyrt og kenndi um fáfræði minni, en þegar heim kom og ég fór að spyrja atvinnusagnfræðinga, kunningja mína, komu þeir af fjöllum öldungis eins og ég. Að lokum sagði einn viðmælenda minna frá því, að hann hefði brotist gegnum þykkan doðrant um sögu Bandaríkjanna, og þar hefði sömu staðreyndar verið getið, en án nokkurrar frásagnar um viðmælendur, efnisatriði og málalok. Eg hef TMM 17 257
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.