Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Page 12

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Page 12
Hmarit Máls og menningar hvatt sagnfræðinga til þess að kanna þessa málavexti alla og vona að nú sé unnið að því. Þessi staðreynd hefur hins vegar fært mér nýjan skilning. Áður en Bandaríkjamenn urðu aðilar að síðustu heimsstyrjöld tókust á í vestur- heimska stórveldinu tvær meginfylkingar, einangrunarsinnar og íhlutun- arsinnar, og átök þeirra voru grimmileg. Samt urðu engin átök um það at- ferli Bandaríkjastjórnar að hernema Grænland og ísland áður en Banda- ríkin urðu styrjaldaraðili, á það var ekki litið sem íhlutun heldur aðgerð til að skipa málum á eðlilegu yfirráðasvæði vesturheimska stórveldisins. Bandaríkjastjórn varð raunar að beita bresku stjórnina nauðung til þess að tryggja sér hernámsyfirráð á Islandi, milligreiðslan var floti af lélegum herskipum. Þegar bandaríska stórveldið krafðist þriggja herstöðva á ís- landi til eilífðarnóns í styrjaldarlok var óvissuástand, kröfurnar áttu enga forsendu í köldu stríði, bandarísk stjórnvöld voru aðeins að skipa málum á því yfirráðasvæði sem þau töldu sitt. Hernaðarundirbúningur á dögum kalda stríðsins var eftir á notaður sem meginröksemd, en einnig sú röksemd er nú úr sögunni. Fyrir nokkrum árum játaði Jósep Luns, fyrrum flokks- bundinn nasisti og nú um langt skeið aðalframkvæmdastjóri Atlanshafs- bandalagsins, fyrir mér í Ráðherrabústaðnum í Reykjavík í viðurvist margra vitna, að herstöðvarnar á Islandi væru ekki lengur nein herfræðileg nauðsyn fyrir Atlanshafsbandalagið, heldur einvörðungu fjárhagslegt fram- lag; það væri ódýrara fyrir Bandaríkin að nýta kerfið á Islandi en koma sér upp nýju kerfi. Hernámið er þannig framlag okkar Islendinga til víg- búnaðarkapphlaupsins, með hernámsstefnunni erum við að gera Banda- ríkjunum fjárhagslega kleift að framleiða fleiri helsprengjur. Kannski verður það metnaðarmál vors lands áður en lýkur að ein kjarnorkugor- kúla beri íslensku fánalitina? Hugmyndin sem kom upp á yfirborðið 1867 er afar forvitnileg og vekur margar spurningar. Þegar ég dvaldist á Kúbu 1962 kom ég eitt sinn inn í kennslustofu, þar sem bandarísk jarðfræðikort af allri heimskringlunni héngu á veggjum. Á einu korti voru Grænland og Island talin hluti af Ameríku. Eg get vel fallist á að auðvelt sé að færa jarðfræðileg rök að því að sköpunarsaga Grænlands og Norður-Ameríku falli saman, en ég fæ ekki komið auga á það að gjóskuhraukurinn Island hafi jarðfræðileg tengsl við aðra en húsbóndann í neðra. Ber þetta atriði kortsins ekki vott um pólitísk sjónarmið en öldungis ekki jarðfræðileg? Spratt hugmynd Bandaríkjamannsins Vilhjálms Stefánssonar um að innlima Island í 258
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.