Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Page 12
Hmarit Máls og menningar
hvatt sagnfræðinga til þess að kanna þessa málavexti alla og vona að nú
sé unnið að því.
Þessi staðreynd hefur hins vegar fært mér nýjan skilning. Áður en
Bandaríkjamenn urðu aðilar að síðustu heimsstyrjöld tókust á í vestur-
heimska stórveldinu tvær meginfylkingar, einangrunarsinnar og íhlutun-
arsinnar, og átök þeirra voru grimmileg. Samt urðu engin átök um það at-
ferli Bandaríkjastjórnar að hernema Grænland og ísland áður en Banda-
ríkin urðu styrjaldaraðili, á það var ekki litið sem íhlutun heldur aðgerð
til að skipa málum á eðlilegu yfirráðasvæði vesturheimska stórveldisins.
Bandaríkjastjórn varð raunar að beita bresku stjórnina nauðung til þess
að tryggja sér hernámsyfirráð á Islandi, milligreiðslan var floti af lélegum
herskipum. Þegar bandaríska stórveldið krafðist þriggja herstöðva á ís-
landi til eilífðarnóns í styrjaldarlok var óvissuástand, kröfurnar áttu enga
forsendu í köldu stríði, bandarísk stjórnvöld voru aðeins að skipa málum
á því yfirráðasvæði sem þau töldu sitt. Hernaðarundirbúningur á dögum
kalda stríðsins var eftir á notaður sem meginröksemd, en einnig sú röksemd
er nú úr sögunni. Fyrir nokkrum árum játaði Jósep Luns, fyrrum flokks-
bundinn nasisti og nú um langt skeið aðalframkvæmdastjóri Atlanshafs-
bandalagsins, fyrir mér í Ráðherrabústaðnum í Reykjavík í viðurvist
margra vitna, að herstöðvarnar á Islandi væru ekki lengur nein herfræðileg
nauðsyn fyrir Atlanshafsbandalagið, heldur einvörðungu fjárhagslegt fram-
lag; það væri ódýrara fyrir Bandaríkin að nýta kerfið á Islandi en koma
sér upp nýju kerfi. Hernámið er þannig framlag okkar Islendinga til víg-
búnaðarkapphlaupsins, með hernámsstefnunni erum við að gera Banda-
ríkjunum fjárhagslega kleift að framleiða fleiri helsprengjur. Kannski
verður það metnaðarmál vors lands áður en lýkur að ein kjarnorkugor-
kúla beri íslensku fánalitina?
Hugmyndin sem kom upp á yfirborðið 1867 er afar forvitnileg og vekur
margar spurningar. Þegar ég dvaldist á Kúbu 1962 kom ég eitt sinn inn í
kennslustofu, þar sem bandarísk jarðfræðikort af allri heimskringlunni
héngu á veggjum. Á einu korti voru Grænland og Island talin hluti af
Ameríku. Eg get vel fallist á að auðvelt sé að færa jarðfræðileg rök að
því að sköpunarsaga Grænlands og Norður-Ameríku falli saman, en ég fæ
ekki komið auga á það að gjóskuhraukurinn Island hafi jarðfræðileg
tengsl við aðra en húsbóndann í neðra. Ber þetta atriði kortsins ekki vott
um pólitísk sjónarmið en öldungis ekki jarðfræðileg? Spratt hugmynd
Bandaríkjamannsins Vilhjálms Stefánssonar um að innlima Island í
258