Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Page 14

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Page 14
Tímarit Máls og menningar að við ísland væri ekki eftir neinu að slægjast nema þorski, enda höfum við öldum saman þurft að heyja þorskastyrjaldir. Innri styrkur okkar hefur verið lítill, vanmetakenndin yfirgnæfandi, skáldin hafa beðið for- sjónina að veita oss fáum, fátækum, smáum líkn í lífsstríði alda. Þess vegna höfum við orðið auðveld bráð stórveldinu sem ákvað að gleypa okkur fyrir meira en öld og höldum áfram að tönnlast á því öfugmæli að hernumin þjóð geti kallað sig sjálfstæða. Ollu máli skiptir að Islendingar geri sér það ljóst, áður en það er um seinan, að smæð okkar er ekki veikleiki heldur styrkur. A flandri mínu um heiminn hef ég komist að þeirri niðurstöðu, að mannlíf sé því eðli- legra og frjálsara sem þjóðfélög eru smærri. Svo að ég taki dæmi af Norð- urlöndum hef ég hvergi kynnst geðslegra mannlífi en á Alandseyjum, svipuðu máli gegnir um Færeyjar og einnig Island. Hjá þessum smá- þjóðum öllum er ekki nein andleg stéttaskipting lengur, allir telja sig réttilega jafningja annarra, hvað sem líður þjóðfélagsstöðu og efnahag, og skilin á milli þjóðfélagsstétta hafa raunar verið á sífelldu reiki síð- ustu áratugi. Ekki er unnt að hugsa sér meiri flónsku en að heimfæra stéttaátök í stórveldum upp á Island á sjálfvirkan hátt. Smæð okkar er ekki veikleiki heldur sty'rkur. Okkur ber vissulega að lifa sífelldlega í straumum okkar tíðar, en jafnframt þurfum við að eiga langsærri sjónarmið. Trúarjátning okkar verður ævinlega að vera fléttuð úr þáttum þeim sem nefnast land, þjóð og tunga. Þeir þættir eru sameig- inleg arfleifð okkar, og framtíð okkar er bundin því að við höldum tryggð við hana um alla eilífð. Landið okkar býr ekki aðeins yfir gögnum og gæðum, heldur samfelldum undrum ef við kjósum okkur legurúm við titrandi hjarta þess en látum okkur ekki nægja að glápa á það gegnum bílrúður. Við vitum meira um sögu þjóðar okkar en flestir aðrir en þó grillum við aðeins í upphafið, hið forna yfirráðasvæði Kelta, Norðmanna og Mongóla; við erum sem betur fer kynlegt bland þjóða. Tungan er það sem gerir okkur að þjóð, og hún hefur sannað þanþol sitt og getu einnig á þessari öld. Við getum orðað hugsanir á þann hátt á tungu okkar, að árangurinn stenst samjöfnuð við það besta sem aðrar þjóðir megna. Við getum ekki aðeins haldið til jafns við aðra heldur og orðið öðrum fyrir- mynd, ef við höfnum hernámi og kostum hugann að herða, þrátt fyrir kjarnorkugorkúlur, með órofa tryggð við þrenninguna sönnu og einu: land, þjóð og tungu 260
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.