Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Side 17

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Side 17
Kvað við uppreisnarlag vestur á annað borð. Héðan í frá skyldi grænlensk menning teljast kristin á danskan móð. Þó neyddist hann til að kenna grænlenskum faðirvor með afbrigðum - „gef oss í dag vort daglegt kjöt“ - því eskimóar þekktu varla brauð og fráleitt þeir færu að nauða í guði að gefa sér slíkt frauðmeti; annað ef hann ætti selbita. Þess þarf tæplega að geta, að skáldlist heiðinna var harðbönnuð í drottins nafni. Prentlist fluttist ekki til Grænlands fyrr en á sjötta tugi nítjándu aldar, og fyrir þann tíma er ekki heldur um að ræða skráðar grænlenskar bók- menntir. Upphaf grænlenskrar Ijóðagerðar í kristni eru sálmar frá síðari hluta aldarinnar sem leið, en heiðin skáldlist var þó iðkuð hér og hvar í landinu lengi eftir það, eins og Ijósast er af því, að á austurströndinni var enginn maður skírður fyrr en 1899. Brautryðjandi kristins kveðskapar var Rasmus Berthelsen (f. 1827, d. 1901), sigldur maður og skólagenginn, hálfprestur (yfirkateket) og aðstoðarkennari við kennaraskólann í Nuuk (Góðvon), fyrsti ritstjóri grænlenska mánaðarritsins Atuagagdliutit (Okeypis tíðindi) sem hóf göngu sína 1861 og lifir góðu lífi enn, er nú myndarlegt vikublað. Rasmus er höfundur vinsælasta jólasálms grænlendinga, og mörg af kvöld- og morgunversum hans eru líka sungin í hverju húsi enn í dag. Hér verður einnig að nefna Carl Julius Spindler (f. 1838, d. 1908), sem var raunar þýskur trúboði, en orti á grænlensku fjölda sálma sem eru að sögn dómbærusm manna grænlenskari en flest sem grænlenskt er. Upp úr aldamótum komu fram skáldin Henrik Lund (f. 1875, d. 1948) og Jonathan Petersen (f. 1881, d. 1961). Henrik er höfuðskáld grænlend- inga og hefur ort þjóðsöng þeirra. Jonathan var mestur sönglagasmiður þjóðarinnar um sína daga, en Henrik var reyndar tónsmiður líka og þar að auki vatnslitamálari góður. Þeir héldu við sálmahefðinni, en eru þó kunnari og vinsælli fyrir að ryðja braut bjartsýnum ættjarðarkvæðum og upplífgandi söngljóðum um margvíslegusm fyrirbæri lífsins, sem komust smám saman á hvers manns varir á fyrsta fjórðungi aldarinnar. Þetta vom vakningakvæði í aldamóta- og ungmennafélagsanda, sem við myndum kalla. Nokkru yngri var Peter Olsen (f. 1892, d. 1930) sem orti að vísu fá kvæði á sinni skömmu ævi, en góð og skirrðist ekki við að velja sér yrkis- efni úr heiðni, þótt hálfprestur væri. Besm Ijóð þessara aldamótaskálda birmst eftir hendinni í Grænlenskri söngbók (Erinarssutit), sem prenmð var í fyrsta skipti 1908 og mörgum sinnum eftir það. Um og eftir 1930 kom ný skáldakynslóð fram á sjónarsviðið. Þekkt- astir eru Pavia Petersen (f. 1904, d. 1943), Frederik Nielsen (f. 1905), 263
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.