Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Síða 17
Kvað við uppreisnarlag
vestur á annað borð. Héðan í frá skyldi grænlensk menning teljast kristin
á danskan móð. Þó neyddist hann til að kenna grænlenskum faðirvor með
afbrigðum - „gef oss í dag vort daglegt kjöt“ - því eskimóar þekktu varla
brauð og fráleitt þeir færu að nauða í guði að gefa sér slíkt frauðmeti;
annað ef hann ætti selbita. Þess þarf tæplega að geta, að skáldlist heiðinna
var harðbönnuð í drottins nafni.
Prentlist fluttist ekki til Grænlands fyrr en á sjötta tugi nítjándu aldar,
og fyrir þann tíma er ekki heldur um að ræða skráðar grænlenskar bók-
menntir. Upphaf grænlenskrar Ijóðagerðar í kristni eru sálmar frá síðari
hluta aldarinnar sem leið, en heiðin skáldlist var þó iðkuð hér og hvar í
landinu lengi eftir það, eins og Ijósast er af því, að á austurströndinni var
enginn maður skírður fyrr en 1899. Brautryðjandi kristins kveðskapar var
Rasmus Berthelsen (f. 1827, d. 1901), sigldur maður og skólagenginn,
hálfprestur (yfirkateket) og aðstoðarkennari við kennaraskólann í Nuuk
(Góðvon), fyrsti ritstjóri grænlenska mánaðarritsins Atuagagdliutit (Okeypis
tíðindi) sem hóf göngu sína 1861 og lifir góðu lífi enn, er nú myndarlegt
vikublað. Rasmus er höfundur vinsælasta jólasálms grænlendinga, og
mörg af kvöld- og morgunversum hans eru líka sungin í hverju húsi enn
í dag. Hér verður einnig að nefna Carl Julius Spindler (f. 1838, d. 1908),
sem var raunar þýskur trúboði, en orti á grænlensku fjölda sálma sem eru
að sögn dómbærusm manna grænlenskari en flest sem grænlenskt er.
Upp úr aldamótum komu fram skáldin Henrik Lund (f. 1875, d. 1948)
og Jonathan Petersen (f. 1881, d. 1961). Henrik er höfuðskáld grænlend-
inga og hefur ort þjóðsöng þeirra. Jonathan var mestur sönglagasmiður
þjóðarinnar um sína daga, en Henrik var reyndar tónsmiður líka og þar
að auki vatnslitamálari góður. Þeir héldu við sálmahefðinni, en eru þó
kunnari og vinsælli fyrir að ryðja braut bjartsýnum ættjarðarkvæðum og
upplífgandi söngljóðum um margvíslegusm fyrirbæri lífsins, sem komust
smám saman á hvers manns varir á fyrsta fjórðungi aldarinnar. Þetta vom
vakningakvæði í aldamóta- og ungmennafélagsanda, sem við myndum kalla.
Nokkru yngri var Peter Olsen (f. 1892, d. 1930) sem orti að vísu fá
kvæði á sinni skömmu ævi, en góð og skirrðist ekki við að velja sér yrkis-
efni úr heiðni, þótt hálfprestur væri. Besm Ijóð þessara aldamótaskálda
birmst eftir hendinni í Grænlenskri söngbók (Erinarssutit), sem prenmð
var í fyrsta skipti 1908 og mörgum sinnum eftir það.
Um og eftir 1930 kom ný skáldakynslóð fram á sjónarsviðið. Þekkt-
astir eru Pavia Petersen (f. 1904, d. 1943), Frederik Nielsen (f. 1905),
263