Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Side 19

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Side 19
Kvað við uppreisnarlag lands í Knud Rasmussens lýðháskólanum í Holsteinsborg, lagði eftir það land undir fót, fór um alla bæi á vesturströndinni sunnan frá Góðvon norður í Diskóflóa, sýndi kvikmyndir frá Víetnam og hélt erindi um ný- lendustöðu Grænlands. Samkomurnar voru fjölsóttar og áttu efalaust sinn þátt í þeirri þjóðlegu vakningu, sem færði Moses Olsen sigur í þjóðþings- kosningunum 1971 og fleytti mörgum ungum frjálslyndum mönnum inn í landsráðið sama ár. Haustið 1970 hélt Arqaluk aftur til Hafnar og hóf nám í félagsráðgjöf. Þar var hann mjög virkur í samtökum grænlensks æskufólks, m. a. formaður KIA (Ráðs ungra grænlendinga) í tvö ár, en undir forystu þess „hernámu“ ungir grænlendingar Grænlandsmálaráðu- neytið í Kaupmannahöfn vorið 1975 til að mótmæla veitingu danskra stjórnvalda á leyfum til fjölþjóðlegra auðfélaga að hefja tilraunaboranir eftir olíu á grænlenska landgrunninu. Sumarið 1971 var Arqaluk á Ausmr- Grænlandi með danska kvikmyndamanninum J0rgen Roos við töku kvik- myndarinnar Udflytterne, sem sýnd var nokkrum sinnum í Norræna hús- inu á grænlensku menningarvikunni vorið 1976. Sumarið 1972 var græn- lenski kolanámubærinn Qullissat lagður niður að fyrirskipan danskra stjórn- valda. Arqaluk og danski kvikmyndatökumaðurinn Per Kirkeby voru á staðnum, þegar fólkið var að hrekjast úr heimkynnum sínum, og gerðu um þessa atburði heimildakvikmyndina „Da myndighederne sa stop“, sem einnig var sýnd á grænlensku menningarvikunni í Norræna húsinu. Sum- arið 1976 lauk Arqaluk háskólanámi og hefur síðan starfað sem félags- ráðgjafi í Egedesminni. Pólitíska púðrið í honum er síður en svo tekið að vökna. Hann hefur tekið virkan þátt í landsráðstefnum grænlenskrar æsku undanfarin þrjú sumur og var einn af hvatamönnum að stofnun nýs stjórn- málaflokks, sem hljóp af stokkunum í fyrra. Það er fámennur hópur rót- tæklinga, sem sætta sig ekki við heimastjórn í Grænlandi undir danskri ríkisforsjá, heldur krefjast óskoraðrar sjálfstjórnar á grænlenskum grund- velli, stefna að aðskilnaði við Danmörk og fullu sjálfstæði Grænlandi til handa. Arqaluk hefur tvívegis komið til Islands, las m. a. úr Ijóðum sínum á Grænlandsvikunni. 265
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.