Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Page 35

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Page 35
1 Babjlon vi8 vötnin ströng ég að töfrar mínir voru máttugir og ferð mín heillaför þrátt fyrir bann laganna. Er sól hins áttunda dags var mjög tekin að lækka á lofti kom ég á bakka fljótsins mikla. Það var hálfum degi síðar en ég sveigði frá vegi guðanna - vér notum eigi framar guðavegina. Þeir eru sprungnir og ófærir, og skógurinn er greiðari yfirferðar. Lengi hafði ég séð glitta í vatnið milli trjánna en trén voru gild og stóðu þétt. Að lokum þraut skóginn og ég var staddur á háum kletti. Fyrir neðan teygði fljótið mikla úr sér eins og risi sem mókir í sólskini. Það er feiknalangt og feiknabreitt landa á milli. Það gæti gleypt allar ár og læki sem oss er kunnugt um án þess að svala með því þorsta sínum. Nafn þess er U-dí-sann, fljótið helga, fljótið langa. Enginn af oss hafði litið það augum, jafnvel eigi presturinn faðir minn. Hér voru töfrar að verki og ég gerði bæn mína. Að því búnu leit ég upp og horfði til suðurs. Þarna var hann, bústaður guðanna. Honum verður eigi með orðum lýst - þér gætuð aldrei gert yður hann í hugarlund. En þarna sá ég hann laugaðan í skini kvöldroðans og húsin of stór til þess að geta verið hús. Þarna var hann, sveipaður rauðri birtu, í allri sinni tign og fordjörfun. Eg vissi að guðirnir hlytu von bráðar að sjá mig. Eg tók báðum höndum fyrir augun og laumaðist afmr inn í skóginn. Vissulega var hér nógu langt gengið og réttast að snúa afmr til lífsins. Vissulega var nóg að dveljast næturlangt á klettinum. Jafnvel skógarbú- arnir hætta sér aldrei svona langt. Samt var mér ljóst alla nóttina að ég mátti til með að fara yfir fljótið og inn í bústað guðanna, þótt það yrði til þess að guðirnir ætu mig upp til agna. Töfrar mínir komu mér að engu haldi, og samt var eins og eldur logaði í iðrum mínum, eins og eldur logaði í huga mínum. Þegar sólin kom upp hugsaði ég með mér: „Ferð mín hefur verið heillaför. Nú ætla ég að halda heim.“ En jafnvel meðan ég hugsaði þetta, vissi ég að eigi varð aftur snúið. Ef ég héldi ferð minni áfram inn í bústað guðanna, hlyti ég án efa bráðan bana, en færi ég hvergi, fengi sál mín aldrei frið. Það er betra að týna lífinu en sálarfriðnum, þegar í hlut á presmr og sonur prests. Samt flóðu augu mín í tárum meðan ég gerði mér flekann. Skógarbú- unum hefði verið í lófa lagið að drepa mig barátmlaust, hefðu þeir komið aðvífandi, en það bólaði hvergi á þeim. Þegar flekinn var fullger bað ég fyrir þeim látnu og bjó mig undir dauðann. Eljarta mitt var kalt eins og mjöll og fæmr mínir sem ís, en bruninn í sálinni unni mér engrar hvíldar. 281
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.