Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Qupperneq 35
1 Babjlon vi8 vötnin ströng
ég að töfrar mínir voru máttugir og ferð mín heillaför þrátt fyrir bann
laganna.
Er sól hins áttunda dags var mjög tekin að lækka á lofti kom ég á bakka
fljótsins mikla. Það var hálfum degi síðar en ég sveigði frá vegi guðanna
- vér notum eigi framar guðavegina. Þeir eru sprungnir og ófærir, og
skógurinn er greiðari yfirferðar. Lengi hafði ég séð glitta í vatnið milli
trjánna en trén voru gild og stóðu þétt. Að lokum þraut skóginn og ég
var staddur á háum kletti. Fyrir neðan teygði fljótið mikla úr sér eins og
risi sem mókir í sólskini. Það er feiknalangt og feiknabreitt landa á milli.
Það gæti gleypt allar ár og læki sem oss er kunnugt um án þess að svala
með því þorsta sínum. Nafn þess er U-dí-sann, fljótið helga, fljótið langa.
Enginn af oss hafði litið það augum, jafnvel eigi presturinn faðir minn.
Hér voru töfrar að verki og ég gerði bæn mína.
Að því búnu leit ég upp og horfði til suðurs. Þarna var hann, bústaður
guðanna.
Honum verður eigi með orðum lýst - þér gætuð aldrei gert yður hann
í hugarlund. En þarna sá ég hann laugaðan í skini kvöldroðans og húsin
of stór til þess að geta verið hús. Þarna var hann, sveipaður rauðri birtu,
í allri sinni tign og fordjörfun. Eg vissi að guðirnir hlytu von bráðar að sjá
mig. Eg tók báðum höndum fyrir augun og laumaðist afmr inn í skóginn.
Vissulega var hér nógu langt gengið og réttast að snúa afmr til lífsins.
Vissulega var nóg að dveljast næturlangt á klettinum. Jafnvel skógarbú-
arnir hætta sér aldrei svona langt. Samt var mér ljóst alla nóttina að ég
mátti til með að fara yfir fljótið og inn í bústað guðanna, þótt það yrði til
þess að guðirnir ætu mig upp til agna. Töfrar mínir komu mér að engu
haldi, og samt var eins og eldur logaði í iðrum mínum, eins og eldur logaði
í huga mínum. Þegar sólin kom upp hugsaði ég með mér: „Ferð mín hefur
verið heillaför. Nú ætla ég að halda heim.“ En jafnvel meðan ég hugsaði
þetta, vissi ég að eigi varð aftur snúið. Ef ég héldi ferð minni áfram inn
í bústað guðanna, hlyti ég án efa bráðan bana, en færi ég hvergi, fengi
sál mín aldrei frið. Það er betra að týna lífinu en sálarfriðnum, þegar í
hlut á presmr og sonur prests.
Samt flóðu augu mín í tárum meðan ég gerði mér flekann. Skógarbú-
unum hefði verið í lófa lagið að drepa mig barátmlaust, hefðu þeir komið
aðvífandi, en það bólaði hvergi á þeim. Þegar flekinn var fullger bað ég
fyrir þeim látnu og bjó mig undir dauðann. Eljarta mitt var kalt eins og
mjöll og fæmr mínir sem ís, en bruninn í sálinni unni mér engrar hvíldar.
281