Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Page 36

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Page 36
Tímarit Máls og menningar Um leið og ég ýtti frá landi hóf ég að kyrja dauðaljóð mitt - til þess hafði ég fullan rétt. Það var hið ágætasta Ijóð. »Ég er Jón, sonur Jóns,“ söng ég. „Ég er af ætt fjallabúanna. Þeir eru mennirnir. Eg fer um dauðareitina og bíð eigi bana. Ég sæki málminn í dauðareitina og mér verður eigi meint. Ég ferðast eftir guðavegunum og hræðist eigi. Hæ-hó! Ég vann á hlébarðanum, ég vann á hindarkálfinum! Hæ-hó! Ég er kominn til fljótsins mikla, sem enginn maður annar hefur augum litið. Það er bannað að fara í austur, en þangað er ég kominn, bannað að leggja út á fljótið mikla, en þar er ég nú. Opnið hjörm yðar, þér andar, og leggið hlustir við Ijóði mínu. Nú fer ég til bústaðar guðanna og á eigi afturkvæmt. Líkami minn er búinn undir dauðann og limir mínir skjálfa, en hjarta mitt fagnar er ég held til bústaðar guðanna!“ Samt var ég hræddur þegar ég nálgaðist bústað guðanna, lafhræddur. Straumur fljótsins mikla er þungur - hann hrifsaði flekann með höndum sínum. Það voru töfrar, því að sjálft er fljótið breitt og lygnt. Ég fann nálægð illra vætta, þótt á björmm morgni væri. Ég fann þær anda köldu um háls mér og hnakka meðan ég barst óðfluga niður elfina. Aldrei hef ég skynjað einveru sem þá — ég reyndi að hugsa um þekkingu mína, en mér virtist hún safn fánýtra mola. Mátmr þekkingar minnar var þrotinn; mér fannst ég lítill og nakinn eins og ungi, sem er nýskriðinn úr eggi — aleinn úti á fljótinu mikla, þræll guðanna. Innan skamms opnuðust þó augu mín og ég sá. Ég sá til lands á báðar hendur - ég sá að eitt sinn höfðu guðavegir legið yfir fljótið, þótt nú væru þeir brotnir og niður fallnir líkt og brostnar trjágreinar. Þeir vom miklir og stórfenglegir á að líta, en höfðu brotnað - brotnað á dögum brunans mikla, þegar eldi rigndi úr skýjum himinsins. Og straumurinn bar mig nær og nær bústað guðanna, og rústirnar gnæfðu við loft fyrir augum mér. Hætti straumvatna þekki ég eigi - vér erum fjallabúar. Ég reyndi að stýra flekanum með stjaka, en hann snerist í hringi. Ég hélt að fljótið ætlaði sér að bera mig framhjá bústað guðanna og út á vatnið bitra sem munnmælin greina frá. Þá fylltist ég bræði - hjarta mínu óx ásmegin. Ég mælti hárri röddu: „Ég er prestur og sonur prests!“ Guðirnir heyrðu til 282
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.