Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Side 39

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Side 39
1 Babýlon við vötnin ströng mórauður á litinn og tungan lafði út úr honum eins og hann væri að hlæja. Eg stökk á fætur og æpti að honum en hann fór hvergi - sat bara kyrr og horfði á mig eins og hann væri að hlæja. Mér var ekkert um þetta gefið. Ég seildist eftir grjóti til að kasta í hann, en hann vék sér fimlega undan. Hann var alls óhræddur og horfði á mig eins og ég væri kjöt. Sjálfsagt hefði ég getað drepið hann með bogaskoti en ég bjóst við að fleiri væru á næsm grösum. Svo var líka farið að skyggja. Ég litaðist um — skammt frá lá breiður brotinn guðavegur til norðurs. Turnarnir voru að vísu háir, þó eigi úr hófi fram, og sum dauðrahúsin voru uppistandandi þótt mörg væru að sönnu rústir einar. Ég hélt í átt til guða- vegarins og klifraði eftir rústunum en hundurinn elti. Þegar ég náði Veg- inum sá ég að fleiri komu á eftir honum. Ef ég hefði sofið lengur hefðu þeir ráðist á mig í svefni og bitið mig á barkann. Eins og á stóð þóttust þeir eiga alls kostar við mig og fóru sér hægt. Ég fór inn í dauðrahús, en þeir héldu vörð við dyrnar - efalaust hugðu þeir gott til glóðarinnar. En hundur getur eigi lokið upp hurð, og af bókunum vissi ég að guðunum féll miður vel að búa niðri við jörðina, heldur hreyktu sér hærra. Svo fann ég dyr sem hægt var að opna og í sömu andránni ákváðu hund- arnir að láta til skarar skríða. A, var það! Þeim brá heldur í brún þegar ég skellti hurðinni á trýnið á þeim — þetta var forláta hurð úr sterkum málmi. Ég heyrði í þeim bölvað gjammið fyrir utan, en skeytti því engu. Þarna var myrkur - en ég fann stiga og lagði af stað upp. Stigarnir voru margir og undnir, svo að mig svimaði. Hæst uppi var önnur hurð — ég fann húninn og opnaði. Ég var staddur í löngu og mjóu herbergi — til annarrar handar var bronshurð en hún varð eigi hreyfð, því að á henni var enginn húnn. Ef til vill mátti ljúka henni upp með töfraorði, en það orð kunni ég eigi. Ég sneri mér að dyrum á hinum veggnum. Skráin var brotin, svo að ég opnaði og gekk inn. Þar inni voru mikil auðæfi saman komin. Guðinn sem þarna bjó hlýtur að hafa verið mikill guð og mátmgur. Fyrst kom ég inn í lítið forherbergi •— ég staldraði þar við um smnd og tilkynnti öndum hússins, að ég væri eng- inn ræningi, heldur færi ég með friði. Þegar mér fannst sem þeim hefði gefist tóm til að heyra mál mitt og skilja, hélt ég ferð minni áfram. Því- líkir fjársjóðir! Jafnvel gluggarnir höfðu fæstir brotnað — allt var óbreytt frá því sem verið hafði. Stóru gluggarnir, þaðan sem sá út yfir borgina, voru heilir, en ryk áranna hafði safnast í tauma á rúðunum. A gólfunum voru ábreiður, litirnir enn furðuskærir, og stólarnir voru mjúkir og djúpir. 285
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.