Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Qupperneq 39
1 Babýlon við vötnin ströng
mórauður á litinn og tungan lafði út úr honum eins og hann væri að hlæja.
Eg stökk á fætur og æpti að honum en hann fór hvergi - sat bara kyrr
og horfði á mig eins og hann væri að hlæja. Mér var ekkert um þetta gefið.
Ég seildist eftir grjóti til að kasta í hann, en hann vék sér fimlega undan.
Hann var alls óhræddur og horfði á mig eins og ég væri kjöt. Sjálfsagt
hefði ég getað drepið hann með bogaskoti en ég bjóst við að fleiri væru
á næsm grösum. Svo var líka farið að skyggja.
Ég litaðist um — skammt frá lá breiður brotinn guðavegur til norðurs.
Turnarnir voru að vísu háir, þó eigi úr hófi fram, og sum dauðrahúsin voru
uppistandandi þótt mörg væru að sönnu rústir einar. Ég hélt í átt til guða-
vegarins og klifraði eftir rústunum en hundurinn elti. Þegar ég náði Veg-
inum sá ég að fleiri komu á eftir honum. Ef ég hefði sofið lengur hefðu
þeir ráðist á mig í svefni og bitið mig á barkann. Eins og á stóð þóttust
þeir eiga alls kostar við mig og fóru sér hægt. Ég fór inn í dauðrahús, en
þeir héldu vörð við dyrnar - efalaust hugðu þeir gott til glóðarinnar. En
hundur getur eigi lokið upp hurð, og af bókunum vissi ég að guðunum
féll miður vel að búa niðri við jörðina, heldur hreyktu sér hærra.
Svo fann ég dyr sem hægt var að opna og í sömu andránni ákváðu hund-
arnir að láta til skarar skríða. A, var það! Þeim brá heldur í brún þegar
ég skellti hurðinni á trýnið á þeim — þetta var forláta hurð úr sterkum
málmi. Ég heyrði í þeim bölvað gjammið fyrir utan, en skeytti því engu.
Þarna var myrkur - en ég fann stiga og lagði af stað upp. Stigarnir voru
margir og undnir, svo að mig svimaði. Hæst uppi var önnur hurð — ég fann
húninn og opnaði. Ég var staddur í löngu og mjóu herbergi — til annarrar
handar var bronshurð en hún varð eigi hreyfð, því að á henni var enginn
húnn. Ef til vill mátti ljúka henni upp með töfraorði, en það orð kunni
ég eigi. Ég sneri mér að dyrum á hinum veggnum. Skráin var brotin, svo
að ég opnaði og gekk inn.
Þar inni voru mikil auðæfi saman komin. Guðinn sem þarna bjó hlýtur
að hafa verið mikill guð og mátmgur. Fyrst kom ég inn í lítið forherbergi •—
ég staldraði þar við um smnd og tilkynnti öndum hússins, að ég væri eng-
inn ræningi, heldur færi ég með friði. Þegar mér fannst sem þeim hefði
gefist tóm til að heyra mál mitt og skilja, hélt ég ferð minni áfram. Því-
líkir fjársjóðir! Jafnvel gluggarnir höfðu fæstir brotnað — allt var óbreytt
frá því sem verið hafði. Stóru gluggarnir, þaðan sem sá út yfir borgina,
voru heilir, en ryk áranna hafði safnast í tauma á rúðunum. A gólfunum
voru ábreiður, litirnir enn furðuskærir, og stólarnir voru mjúkir og djúpir.
285